Ímyndið ykkur ef náttúran væri einsleit, sköpuð þannig að eitt snið hæfði öllum. Engan mun væri að finna í söng lóunnar, hneggi hrossagauksins eða velli spóans, heldur tístu þeir allir eins, sérhver dagur væri eins, án tilbrigða, blæbrigða, eilíf endurtekning hins sama. Hver gæti óskað sér lífs við slík skilyrði?
Við hjá Cohn & Wolfe nærum hið nýja, óvænta, djarfa. Við vitum að hugmyndir koma í öllum stærðum og gerðum, þannig eru hinar margbreytilegu formgerðir samtíma okkar. Aðferðafræðileg nálgun okkar á viðfangsefninu sveigir framhjá stöðluðum sniðum og við leitum leiða til að finna árangursríkar lausnir sem eru klæðskerasniðnar að sérhverjum viðskiptavini okkar. Þannig finnum við lausnir sem fanga kjarna vörumerkisins og einkenni þess.
Hjá Cohn & Wolfe snúast samskipti um að virkja fólk, gera það meðvitað um skilaboð, um vöru, vörumerki, skipulagsheildir og sambönd. Hver er afleiðing þess? Samskipti og samvirkni sem gera vörumerki svo öflug að þau breyta viðmiðum þess markaðs sem þau eiga hlutdeild að.
Vissulega gætum við fetað hinn örugga stíg síbylju, endurtekningarinnar, en nei, við kjósum að feta hinn fáfarna stíg sem leiðir okkur að nýjum slóðum, spennandi áfangastöðum.