Cohn & Wolfe flytur í Kringluna
útgefið

Cohn & Wolfe International hefur starfrækt útibú á Íslandi frá árinu 2002 og stendur skrifstofan í Reykjavík einnig á tímamótum þar sem fyrirtækið flutti í byrjun apríl 2013 í nýjar höfuðstöðvar í Kringlunni 4-6, stóra turninn.

Cohn & Wolfe, sem hét áður GCI, er hluti af Grey Global Group, stofnað 1917, og Young & Rubicam Group, stofnað 1927. Cohn & Wolfe Íslandi er hluti af Grey Team Íslandi ásamt MediaCom Íslandi. Starfsmenn samsteypunnar með aðstöðu í Reykjavík eru tólf.

Fyrirtækið er alþjóðlegt almannatengslafyrirtæki og þekkt fyrir framúrskarandi vinnu með þekktustu fyrirtækjum heims auk þess að vera margverðlaunað. Cohn & Wolfe rekur 55 skrifstofur í 34 löndum um allan heim, Grey er með skrifstofur í 83 löndum og Y&R í 91 landi. Íslenska útibúinu í Reykjavík er stýrt frá New York og Kaupmannahöfn. Ísland á sæti í þróunarstjórn Cohn & Wolfe ásamt því að njóta aðferðafræðilegs þróunarleyfis innan samsteypunnar sem þýðir að sú hugmyndafræði sem þróuð er á Íslandi ratar í verkfærakistur Cohn & Wolfe víða um heim.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »