Cohn & Wolfe Íslandi er hluti af alþjóðlegri ráðgjafaþjónustu Cohn & Wolfe World Wide. Við sérhæfum okkur í að koma viðskiptavinum í tengsl við þær samfélagsheildir sem skipta þá máli hverju sinni: starfsfólk, atvinnurekendur, fjárfesta, neytendur, viðskiptavini, stjórnendur, hagsmunasamtök, stjórnvöld, samfélag.
Almannatengsl skipta sköpum fyrir sölu hugmynda, mörkun fyrirtækja, stofanna eða einstaklinga. Fjölmiðlar eru ekki einir um að móta tilfinningalega eiginleika hugmynda á borð við firmamerki eða vörumerki – þá huglægu þætti sem standa vörð um orðspor þeirra – vegna þess að fjöldinn, sem fjölmiðlar byggja tilveru sína á, sækir á sífellt fjölbreyttari mið í leit sinni að upplýsingum og afþreyingu. Markaðsheildir á borð við fyrirtæki, félög og stofnanir verða af þessum sökum að efla tengslin við mikilvæga markhópa með virkum boðskiptum jafnt á hefðbundnum vettvangi sem í sýndarveruleika netheimanna.
Okkar hlutverk, hér á Cohn & Wolfe, felst í því að koma þessum samskiptum á með skapandi aðferðum sem hreyfa við fólki. Í störfum okkar tökum við mið af viðskiptalegum markmiðum viðskiptavina okkar og leggjum áherslu á samþættingu þeirra á öllum sviðum almannatengsla. Fyrir vikið skilum við mælanlegri árangri en gengur og gerist innan hefðbundinna almannatengsla þar sem heildarfjöldi fjölmiðlaúrklippa er yfirleitt eini árangursmælikvarðinn sem stuðst er við.
Fyrirtæki verða að geta sagt frá starfsemi sinni á árangursríkan hátt til að skapa sér sérstöðu. Þau verða að vera reiðubúin að þróa með sér frásagnargáfu sem styðst við starfsemi þeirra, stjórnendur og framtíðarsýn á gagnsæjan og árangursríkan hátt. Þeim sem tekst það uppskera aukna markaðsvitund, aukna viðskiptavild og aukna starfsmannatryggð og um leið fer markaðsvirði þeirra vaxandi.
Engar aðferðir aðrar, en aðferðir almannatengsla, eru til þess færari að standa vörð um og styrkja starfsemi fyrirtækja á þeim „fjölmettaða“ markaði sem nú er við lýði.
Boðskiptaleiðirnar byggja á þessum lykilþáttum:
- Áfallastjórnun/málefnastjórnun í þágu vörumerkis og orðspors
- Innri boðskipti í þágu starfsfólksins
- Staðfærsla sem miðlar sérstöðu fyrirtækisins
Mörg af stærstu fyrirtækjum heims reiða sig á leiðsögn okkar um þennan nýja og breytta heim boðskiptanna. Og þar er Ísland með talið!
Hvað með fyrirtækið þitt?
Stöðugt mikilvægara er að kynna sér vel skoðanir neytenda, kaupenda og notenda. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut í sölu og markaðsfærslu eins og við höfum gert í áraraðir, því markaðurinn er stöðugt að breytast, aðferðir gærdagsins duga ekki á morgun. Fyrirtækin verða að vera reiðubúin að beita nýrri hugmyndafræði.
Það sem viðskiptavinir Cohn & Wolfe sækjast eftir er að:
– koma sér upp boðskiptaneti
– vita allt sem máli skiptir um kaupandann
– gera kaupandann að þátttakanda í ‘framleiðsluferlinu’
– tryggja að starfsfólkið sé meðvitað um kaupandann
– gera boðmiðlunina að samofnum þætti rekstrarins
– skipuleggja og kerfisbinda öflun upplýsinga
– nýta upplýsingar um viðskiptavininn til hagsbóta fyrir hann sjálfan
– og ekki síst að starfsfólkinu líði vel í heimi faglegra boðskipta;
upplýsingamiðlunar, þekkingarmiðlunar og reynslumiðlunar
Við hjá Cohn & Wolfe störfum á miðsvæði með þekkingu frá helstu jaðarsvæðum boðmiðlunarferlisins. Komdu í kaffi og kleinur.