Greining
útgefið

Árangursmælingar og gæðamat. Hver nennir að standa í því? Við.

Við hjá Cohn og Wolfe leggjum ekki síður áherslu á að fylgjast vel með afdrifum og árangri sérfræðiráðgjafar fyrirtækisins heldur en þeim sköpunarkrafti sem leysist úr læðingi með aðferðafræði samhæfðrar boðmiðlunar.

Við lítum svo á að greining okkar á tölulegum upplýsingum innihaldi ekki einungis mikilvægar upplýsingar um fortíðina heldur séu mikilvægur leiðarvísir um hvernig framtíðin gæti litið út.

Árangursmælingar okkar er fjögurra þrepa ferli:

Mælingar og innsæi til að öðlast betri skilning á samkeppnisumhverfinu, mögulegum viðskiptavinum, álitsgjöfum og frumkvöðlum í viðskiptalífinu. Upplýsingarnar gera okkur mögulegt að setja mælistiku á framvindu og árangur markaðsaðgerða viðskiptavina okkar.

Framvinda og prófanir til að fínstilla skilaboðin og hámarka árangur með því að framkvæma skala upplýsingar? um hegðun neytenda.

Afkastamæling sem veitir ráðgjöfum Cohn & Wolfe upplýsingar í rauntíma um stafræna svörun neytenda. Viðmið okkar ná til dekkunar í prent- og vefmiðlum, lausnarorða skilaboðanna, viðhorfs og þátttöku í viðburðum tengdum markaðs- og kynningarátakinu. Með því að vakta framvindu markaðsaðgerðarinnar getum við uppfært og fínstillt skilaboðin.

Árangursmælingar mæla áhuga neytenda, viðhorfsbreytingar þeirra og breytta kauphegðun. Þær ná til meðvitundar um vöru, áhrifamátt skilaboðanna og kaupvilja með þeim rannsóknum sem sérfræðingar Cohn & Wolfe hafa unnið að og er aðgengilegur fyrirtækjunum innan WPP-samstæðunnar.

Nýjast á Úlfaslóð

setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »
Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »