Sköpun
útgefið

Nýjasta alþjóðlega könnun IBM sýndi að forstjórar meta „sköpunarmátt“ hærra en „heilindi“ og „alþjóðahugsun“ sem mikilvægasta eiginleikann í heimi flókinna alþjóðaviðskipta. Vandamálið er hinsvegar það að fá fyrirtæki hafa þann lykileiginleika sem getur rutt brautina fyrir sköpunarkraftinn: óttaleysi.

Vandamálið er að of mörg fyrirtæki eru á höttunum eftir „stóru hugmyndinni“. Slík nálgun er úrelt. Góð hugmynd þarf ekki að vera dýr eða flókin til að skila tilætluðum árangri. Hún þarf að vera djörf.

Áhersla Cohn & Wolfe á sköpunarkraft er meitluð í stefnu fyrirtækisins: Að vera hugrakkasta almannatengslafyrirtæki í heimi. Það sem uppfyllir slíkt loforð kemur fram í kennisetningu okkar: Hugsaðu betur. Ímyndaðu þér meira. Hjá okkur skapar aðferðafræði samhæfðrar boðmiðlunar mikilvægan sess og finnum við því oft tengingar sem öðrum yfirsést eða þeir hundsa. Eða eins og við köllum það stundum: markmiðadrifinn sköpunarkraft.

Slíkur kraftur fæðist ekki á einni nóttu, hann þarf að virkja og útkomunni þarf að veita í farveg samhæfðra boðskipta sem starfsfólk Cohn og Wolfe fær ítarlega þjálfun í. Við hjá Cohn og Wolfe höfum aðgang að systurstofum okkar um heim allan og þeim öflugu sérfræðingum sem þar starfa.

Með þessu tryggjum við getu okkar til að sjá óvæntar hliðar málanna, framkvæma hið ófyrirsegjanlega, marka nýja leið sem leiðir þig á vit ævintýranna með því að snúa baki við hefðbundnum og fyrirsjáanlegum vegslóðum.

Hugsaðu málið: ef þeir sem sjá um markaðsmál fyrir þitt fyrirtæki eru ekki frábrugðnir öðrum, hvernig getur þú þá búist við því að útkoman verði önnur?

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband