Innblástur: fjölmenning
útgefið

Andaðu að þér fjölmenningunni. Heimurinn er ekki svo stór eftir allt

Heimurinn er síbreytilegur en stefnir í eina átt. Það skiptir engu máli hvort við erum heima hjá okkur, í vinnunni, á kaffihúsi eða uppi í sveit – umhverfi okkar tekur mið af ólíkum menningarheimum í einum allsherjar suðupotti mismunandi markmiða. Framsæknustu fyrirtækin þurfa að vita hvernig viðskiptavinurinn samsamar sig vörumerki fyrirtækisins – hvernig viðskiptavinurinn fæst til að segja: þau skilja mig.

Óþarft er að velta því fyrir sér hvort markaður sé til fyrir þær hugmyndir sem vilji er til að framkvæma. Cohn & Wolfe skilur að það er ekki til neinn neytendamarkaður. Fyrirtæki búa ekki til þarfir, þau svala þeim og þar af leiðandi getur Cohn & Wolfe hjálpað fyrirtæki þínu við að búa til nýjan markað á traustum grunni.

Við kunnum að meta þá menningu sem tilvera okkar er grundvölluð á. Við skiljum líka hver samvirknin er í ólíkum menningarheimum, og hvernig megi draga hana fram tilteknu málefni til framdráttar. Við málum ekki alla með sama penslinum og þess vegna getur viðskiptavinur Cohn & Wolfe verið viss um að njóta hreinskilni, áreiðanleika og innsæis í ráðgjöf okkar.

Cohn & Wolfe er alþjóðlegt fyrirtæki og því njóta viðskiptavinir okkar víðtæks nets ólíkra samstarfsaðila okkar innan WPP-samsteypunnar. Það skiptir litlu hvort áhrifasvæði starfseminnar er í Evrópu, Norður-Ameríku eða Asíu, Cohn & Wolfe getur ávallt boðið ómetanlega faglega ráðgjöf grundvallaða á viðamikilli þekkingu á staðháttum.

Við erum hér til að hjálpa þér að ná lengra með þitt vörumerki, sama hvar og með viðeigandi hætti. Þannig gerum við heiminn minni og aðgengilegri.

 

 

 

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »