Innblástur: fjölmenning
útgefið

Andaðu að þér fjölmenningunni. Heimurinn er ekki svo stór eftir allt

Heimurinn er síbreytilegur en stefnir í eina átt. Það skiptir engu máli hvort við erum heima hjá okkur, í vinnunni, á kaffihúsi eða uppi í sveit – umhverfi okkar tekur mið af ólíkum menningarheimum í einum allsherjar suðupotti mismunandi markmiða. Framsæknustu fyrirtækin þurfa að vita hvernig viðskiptavinurinn samsamar sig vörumerki fyrirtækisins – hvernig viðskiptavinurinn fæst til að segja: þau skilja mig.

Óþarft er að velta því fyrir sér hvort markaður sé til fyrir þær hugmyndir sem vilji er til að framkvæma. Cohn & Wolfe skilur að það er ekki til neinn neytendamarkaður. Fyrirtæki búa ekki til þarfir, þau svala þeim og þar af leiðandi getur Cohn & Wolfe hjálpað fyrirtæki þínu við að búa til nýjan markað á traustum grunni.

Við kunnum að meta þá menningu sem tilvera okkar er grundvölluð á. Við skiljum líka hver samvirknin er í ólíkum menningarheimum, og hvernig megi draga hana fram tilteknu málefni til framdráttar. Við málum ekki alla með sama penslinum og þess vegna getur viðskiptavinur Cohn & Wolfe verið viss um að njóta hreinskilni, áreiðanleika og innsæis í ráðgjöf okkar.

Cohn & Wolfe er alþjóðlegt fyrirtæki og því njóta viðskiptavinir okkar víðtæks nets ólíkra samstarfsaðila okkar innan WPP-samsteypunnar. Það skiptir litlu hvort áhrifasvæði starfseminnar er í Evrópu, Norður-Ameríku eða Asíu, Cohn & Wolfe getur ávallt boðið ómetanlega faglega ráðgjöf grundvallaða á viðamikilli þekkingu á staðháttum.

Við erum hér til að hjálpa þér að ná lengra með þitt vörumerki, sama hvar og með viðeigandi hætti. Þannig gerum við heiminn minni og aðgengilegri.

 

 

 

 

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »