Sjálfbærni
útgefið

Fólk + Hnöttur + Hagnaður = ORÐSPOR

Sjálfbær þróun er ekki bara enn eitt verkefnið sem heyrir undir samfélagslega ábyrgð, heldur kjarninn í nútímaviðskiptum. Þrenningin fólk, hnöttur og hagnaður er það viðmið sem við byggjum framtíð okkar á.

Almenningur, ásamt ráðamönnum víðsvegar í heiminum, krefst í síauknum mæli sjálfbærra viðskiptahátta af fyrirtækjum. Ef fram heldur sem horfir vex athygli fjölmiðla á regluverkinu og þeim alþjóðlegu fyrirtækjum fer fjölgandi sem krefja birgja sína og dreifingaraðila um vottun samkvæmt stöðlum sjálfbærrar þróunar.

Sjálfbær þróun er yfirgripsmikið ferli sem kvíslast um öll stig framleiðslunnar. Það teygir sig því lengra en að vörunni, markaðsfærslunni eða fyrirheitum um samfélagslega ábyrgð. Reyndar er það svo að samfara auknum væntingum neytenda, og sívaxandi aðhaldi opinberra eftirlitsaðila og frjálsra félaga- og neytendasamtaka, kemur sífellt betur í ljós hversu vandmeðfarin sjálfbær þróun getur reynst fyrirtækjum í framkvæmd.

Boðskipti gegna lykilhlutverki í framkvæmd sjálfbærrar þróunar.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »