Sjálfbærni
útgefið

Fólk + Hnöttur + Hagnaður = ORÐSPOR

Sjálfbær þróun er ekki bara enn eitt verkefnið sem heyrir undir samfélagslega ábyrgð, heldur kjarninn í nútímaviðskiptum. Þrenningin fólk, hnöttur og hagnaður er það viðmið sem við byggjum framtíð okkar á.

Almenningur, ásamt ráðamönnum víðsvegar í heiminum, krefst í síauknum mæli sjálfbærra viðskiptahátta af fyrirtækjum. Ef fram heldur sem horfir vex athygli fjölmiðla á regluverkinu og þeim alþjóðlegu fyrirtækjum fer fjölgandi sem krefja birgja sína og dreifingaraðila um vottun samkvæmt stöðlum sjálfbærrar þróunar.

Sjálfbær þróun er yfirgripsmikið ferli sem kvíslast um öll stig framleiðslunnar. Það teygir sig því lengra en að vörunni, markaðsfærslunni eða fyrirheitum um samfélagslega ábyrgð. Reyndar er það svo að samfara auknum væntingum neytenda, og sívaxandi aðhaldi opinberra eftirlitsaðila og frjálsra félaga- og neytendasamtaka, kemur sífellt betur í ljós hversu vandmeðfarin sjálfbær þróun getur reynst fyrirtækjum í framkvæmd.

Boðskipti gegna lykilhlutverki í framkvæmd sjálfbærrar þróunar.

 

Nýjast á Úlfaslóð

setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »
Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »