Fyrirtækjamörkun
útgefið

“If you lose dollars for the firm, I will be understanding. If you lose reputation for the firm, I will be ruthless.” – Warren Buffet

Farsælustu stjórnendur heims gera sér grein fyrir mikilvægi orðspors fyrirtækja, og við vitum hvernig á að efla það og vernda.

Orðspor fyrirtækis er fjöregg þess. Með greiðari leið almennings að fjölmiðlum, og ekki síst net- og samfélagsmiðlum, verða fyrirtækin sífellt berskjaldaðri. Hvorki fyrirtæki né auglýsingamiðlar stýra umræðunni lengur. Í þessu opna umhverfi eru það aðgerðir fyrirtækjanna sem tala og því mikilvægt að standa við loforðin. Um þetta þarf hver einasti starfsmaður fyrirtækisins að vera meðvitaður – alltaf.

Hlúa þarf að orðspori fyrirtækja með markvissri stefnumótun, samvinnu og því sem sýnst getur auðvelt í fyrstu en erfitt í reynd; að hlusta, læra og leyfa hugmyndunum að streyma óhindrað fram.

Við könnum hugarfylgsni neytenda og styðjumst þar við aðferðafræðilega nálgun okkar sem byggir á rannsóknum og athugunum til að sjá það sem hinum yfirsést – leiðir sem styrkja vörumerkið og fela um leið í sér sóknarfæri. Hvert er rétta leiðarvalið? Hvaða nálgun hefur ekki verið reynd? Hvaða stefnu ber að taka? Hvernig öðlumst við forskot á markaði?

Steðji ógn að vörumerki þínu, frá fjölmiðlum, hluthöfum, álitsgjöfum, eða hagsmunahópum setjum við í gang aðgerðaáætlun sem felur í sér viðbragðssvörun frá reynslumiklum ráðgjöfum með aðferðafræðilega þekkingu í vopnabúri sínu, frjórri hugsun og réttum ákvörðunum.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »