Fyrirtækjamörkun
útgefið

“If you lose dollars for the firm, I will be understanding. If you lose reputation for the firm, I will be ruthless.” – Warren Buffet

Farsælustu stjórnendur heims gera sér grein fyrir mikilvægi orðspors fyrirtækja, og við vitum hvernig á að efla það og vernda.

Orðspor fyrirtækis er fjöregg þess. Með greiðari leið almennings að fjölmiðlum, og ekki síst net- og samfélagsmiðlum, verða fyrirtækin sífellt berskjaldaðri. Hvorki fyrirtæki né auglýsingamiðlar stýra umræðunni lengur. Í þessu opna umhverfi eru það aðgerðir fyrirtækjanna sem tala og því mikilvægt að standa við loforðin. Um þetta þarf hver einasti starfsmaður fyrirtækisins að vera meðvitaður – alltaf.

Hlúa þarf að orðspori fyrirtækja með markvissri stefnumótun, samvinnu og því sem sýnst getur auðvelt í fyrstu en erfitt í reynd; að hlusta, læra og leyfa hugmyndunum að streyma óhindrað fram.

Við könnum hugarfylgsni neytenda og styðjumst þar við aðferðafræðilega nálgun okkar sem byggir á rannsóknum og athugunum til að sjá það sem hinum yfirsést – leiðir sem styrkja vörumerkið og fela um leið í sér sóknarfæri. Hvert er rétta leiðarvalið? Hvaða nálgun hefur ekki verið reynd? Hvaða stefnu ber að taka? Hvernig öðlumst við forskot á markaði?

Steðji ógn að vörumerki þínu, frá fjölmiðlum, hluthöfum, álitsgjöfum, eða hagsmunahópum setjum við í gang aðgerðaáætlun sem felur í sér viðbragðssvörun frá reynslumiklum ráðgjöfum með aðferðafræðilega þekkingu í vopnabúri sínu, frjórri hugsun og réttum ákvörðunum.

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »