Fjármálaþjónusta
útgefið

Það er fátt sem fjölmiðlar hrífast meira af en óþokki sem liggur vel við höggi, og í dag er sá óþokki fjárglæframaður. Það viðhorf hefur ríkt frá hruni og ríkir enn. 

Við efnahagsáföll er ekki undarlegt að viðhorfin breytist. Eftir að hafa þurft að þrengja sultarólina undanfarin ár virðist almenningur hafa meiri andúð á bankamönnum og lögmönnum heldur en stjórnmálamönnum. (Við getum auðvitað ekki skorast undan því að almannatenglar eru þarna á meðal – en við vitum að það er ekkert persónulegt).

Afleiðingarnar eru þær að orðspor þekktra fyrirtækja hefur hrapað og beðið alvarlega hnekki á meðan orðræðan snýst að verulegu leyti um hvað ákveðinn banki hyggst fyrir í endurskipulagningu á hinu og þessu fyrirtækinu. 

Fyrirsagnir blaðanna í dag eru enn litaðar af þessu fréttamati. Því gengur ekki lengur að vinna hlutina eins og venjulega. Nauðsynlegt er að hafa samherja sem skilur raunveruleikann innan fjármálageirans og viðhorf almennings hverju sinni. 

Þú þarfnast samherja sem hefur skilning á starfsemi jafnt hinna klassísku hliðrænu miðla og stafrænna nýmiðla.

Þig vantar samherja sem veit hvernig á að koma vörumerki þínu á framfæri þar sem það skiptir mestu máli hverju sinni. 

Samherja sem þróar aðferðir til að eiga í samskiptum við álitsgjafa og aðra hagaðila til að byggja upp traust sem öllu skiptir í heimi jafningjanna.

Við erum óhrædd við að þróa herferðir þar sem jafnvel hörðustu gagnrýnendur snúast  á sveif með málefninu. Það gerum við á grunni trúverðugleika og aga. 

Við getum leitt fjármálageiranum og almenningi fyrir sjónir að það að þeir eigi samleið sé rétta leiðin. Við sýnum af hverju fjármálageirinn er nauðsynlegur fyrir hagvöxt og af hverju fagfólki innan geirans er treystandi til að leiða verðmætasköpunina.

Reynsla okkar á fjármálasviðinu er víðtæk. Lánastofnanir, viðskiptabankar og sparisjóðir, greiðslumiðlun, vátryggingarfélög, endurskoðendur og lífeyrissjóðir eru á meðal þeirra sem hafa notið sérfræðiráðgjafar okkar. 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »