Upplýsingatækni
útgefið

Auðvitað erum við algjörir nördar þegar kemur að tækni. Því hefur stundum verið haldið fram að við séum með hana á heilanum. (Það er óþarfi að minnast á þetta við vini og ættingja).

Hér erum við ekki að tala um bæt og bestun heldur grundvallaratriðin sem öll þróun byggist á, sköpunargáfuna sem knýr okkur áfram í starfi og nýtist fyrirtækjum, skólum, stofnunum og auðvitað okkur sjálfum.

Tækni er vísindi og við vitum sitthvað um vísindi. En raunveruleg nýsköpun á sér aðeins stað þegar vísindi og frjótt ímyndunarafl koma saman. Hugmyndaflug er alltof oft vanrækt af þeim sem sjá um samskipti – það er stundum eins og þeir sjái ekki skóginn fyrir trjánum. En það er einmitt á þessu sviði sem Cohn & Wolfe stingur keppinautana af. Við erum hugmyndaríka almannatengslastofan sem skilur eðli upplýsingatækni.

Þetta köllum við meðvitaða sköpunargáfu.

Við hjálpum þér að skilgreina hvað þú vilt segja. Finna fólkið sem þú vilt ná til. Og þróa leiðirnar til að ná til þeirra. Það skiptir ekki neinu einasta máli hvort við erum í skýjunum yfir eigin hugmyndum því við erum á jörðinni þegar kemur að raunveruleikanum og markmiðum þínum.

Við skiljum hvaða þættir hafa áhrif á þá sem lifa og hrærast í upplýsingatækninni. Hvernig hagumhverfið virkar, regluverkið og félagslega tengslanetið. Og við skiljum hina meðvituðu sköpunargáfu á meginmörkuðum heimsins.

Þarftu að vita meira um hvernig við tengjum saman ástríðu og sköpunargáfu við hagnýt og markmiðatengd almannatengsl? Kafaðu dýpra.

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »