Eitt hið elsta og best þekkta lögmál hagfræðinnar snýr að samkeppnishæfni og var þróað í byrjun 19. aldarinnar. Hagfræðinemar læra ástæður fyrir því hvers vegna sum fyrirtæki úthýsa hinum og þessum verkefnum.
Jafnvel þótt starfsmenn fyrirtækisins ynnu tiltekið verk betur og hraðar en allir aðrir geti það samt borgað sig að úthýsa verkinu og láta einhvern annan annast verkið. Af hverju?
Fyrir hvern klukkutíma gefst möguleiki á tekjum sem ekki væri fyrir hendi ef starfsmenn fyrirtækisins sinntu sjálfir t.d. þeim þáttum sem kæmu ekki beint að sölu dagsins, eins og ákveðnum og fleiri þáttum markaðsvinnunnar. Boðmiðlunin er gott dæmi. Samhæfing hennar er hagræðing.
Ef starfsmenn fyrirtækisins ynnu hinsvegar tiltekið verk verr og hægar en æskilegt þykir þá er úthýsun augljóst hagstæðari kostur. Gæði verka, t.d. markaðsvinnunnar, er að finna í því hversu þverfaglegt, djúpt og mikið er unnið.
Hver króna sem sett er í tiltekin verk hlýtur að eiga skila markmiðabundinni ávöxtun. Hún gerir það ekki ef möguleikum á tekjuöflun fækkar með ónauðsynlegu álagi á starfsmenn fyrirtækisins.
Kannaðu frekar mögulegar úthýsileiðir. Bjargráðin eru til staðar ef rétt stefna leiðir skipulagið.
Skoðaðu þessar síður: