Tölvupóstur er mikilvæg tækni fyrir ólík mannleg samskipti, bæði fyrir tjáskipti og boðskipti. Helsti munurinn á þessum samskiptum er formið – tjáskiptin eru persónuleg og óformleg en boðskiptin fagleg og formleg.
Sérstaka athygli vekur að oftar en ekki er þessum formum blandað saman á ólíka vegu og veldur það oftar en ekki misskilningi. Blöndun verður til dæmis þegar sendandi og móttakandi tölvupósts ræða saman á persónulegan hátt um fagleg málefni eða öfugt eða þegar móttakandi svarar faglegum sendanda á persónulegan hátt eða öfugt.
Það má ímynda sér hvernig persónuleg samræða yrði að gæðum ef samskiptareglum um boðskipti eða faglega nálgun yrði beitt af öðrum aðilanum. Venjuleg heimsókn til læknis er dæmi um það þegar fagmaður og maður tala saman.
Tvö dæmi viðbótar. Hjúkrunarfræðingur beitir faglegri nálgun, boðskiptatækni, í samskiptum sínum við skjólstæðing sinn á áhugaverðan hátt. Oft nefnt samhygð. Samskipti í uppeldi barna er nánast ómöguleg skipti þar sem skilningur skapar gæðin í samskiptum en skilningur er forsenda þeirra og tilgangur allra samskipta.
Mismunandi samskiptatækni veldur misskilningi og getur leitt til þess að viðkomandi málefni, sem var tilefnið að samskiptunum, fær ekki þá umræðu sem tilgangur og markmið þess gerir kröfur um. Mikil hætta er á misvísun í skilaboðum. Samtalið verður því oft endasleppt, það er að segja betur er heima setið en af stað farið.
Sem sagt, báðir aðilar fengju meira út úr samskiptunum ef þeir væru á sama plani, annað hvort báðir á persónulega planinu eða báðir á faglega planinu – “samið” væri meira og “skiptin” meðvitaðri og málefnið hugsanlega í betri farvegi.