Fáar atvinnugreinar hafa notið jafnmikillar uppsveiflu undanfarin ár og ferðaþjónustan. Ör vöxtur greinarinnar endurspeglast í því umhverfi sem einkennist af sífellt harðnandi samkeppni þegar kemur að framboði á gistingu, bílaleigubílum, skemmtun og þjónustu. Það eru spennandi tímar framundan í ferðaþjónustunni og því mikilvægt að fyrirtæki innan geirans hámarki möguleika sýna og sýnileika í veröld síaukinnar samkeppni.
Sérfræðingar Cohn & Wolfe búa yfir áralangri reynslu og þekkingu á ferðaþjónustugeiranum. Samskipti við erlenda aðila eru grundvallaratriði í starfsemi margra ferðaþjónustuaðila. Þar býr Cohn & Wolfe Íslandi yfir sérþekkingu auk þess að njóta góðs af alþjóðlegu tengslaneti sínu. Cohn & Wolfe Íslandi býr líka yfir öflugum greiningartólum og tækniþekkingu varðandi rafrænt atferli hugsanlegra viðskiptavina íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.