WPP, móðurfélag Cohn & Wolfe Íslandi, tilkynnir sameiningu Burson-Marsteller og Cohn & Wolfe, sem saman munu mynda Burson Cohn & Wolfe (BCW), eitt stærsta alþjóðlega alhliða boðskiptafyrirtæki heims.
Fyrirtækið býr yfir mikilli sérþekkingu í stjórnendaráðgjöf, stjórnunarháttamiðlun og samhæfðri stafrænni og hefðbundinni boðmiðlun þvert á iðnað og fagsvið.
Sameinað fyrirtæki verður leitt af forstjóranum Donnu Imperato sem nú stýrir Cohn & Wolfe. Don Baer, forstjóri og stjórnarformaður Burson-Marsteller, verður stjórnarformaður sameinaðs félags.
Burson Cohn & Wolfe sameinar sérþekkingu Cohn & Wolfe í sköpunardrifnum skilaboðum samhæfðar boðmiðlunar fyrir fyrirtæki á neytendamarkaði, sáttamiðlun og greiningum við styrkleika Burson-Marsteller í opinbera geiranum, fyrirtækjamarkaði og krísustjórnun og rannsóknum. Hjá alþjóðlegu netverki Burson Cohn & Wolfe verða meira en 4000 starfsmenn á heimsvísu, 10 með aðsetur í Reykjavík. Alls starfa yfir 200.000 manns á yfir 3000 skrifstofum hjá sérfræðifyrirtækjum WPP í 112 löndum.
Guðjón Heiðar Pálsson, framkvæmdastjóri íslenska útibús Cohn & Wolfe og „Country Manager“ fyrir Ísland, fer fyrir sameinuðu félagi hér á landi. Hann er ánægður með breytinguna sem hefur í för með sér aukna samþættingu sérfræðikunnáttu á heimsvísu fyrir Ísland.