Eitt helsta einkenni krísu er takmarkaður tími. Líftími hugsunar og hugmynda er stuttur (viðvera, samtöl, frásagnir og tölvupóstar stuttir). Þegar við gerum allt á síðustu stundu þá eru alltaf krísur hjá okkur og hjá þeim einnig sem verða fyrir áhrifum af skipulagsleysi okkar.
Við lifum semsagt í krísu, bæði í leik og starfi. Sein. Alltaf í krísu hefur áhrif á allt – helst gæðin; lífsgæði, verkleg gæði, gæði mannlegra samskipta, gæði upplýsinga, gæði þekkingar. Alltaf í krísu hefur áhrif á kosningar til Alþingis – sem getur verið skýring á sveiflukenndum skoðunum okkar til framboða.