Taktu stjórnina í samtalinu
útgefið

Það kemur endrum og eins upp sú stund þegar fólk lendir í viðtali. Stundum hefur það verið skipulagt fyrir löngu. Í öðrum tilvikum skellur það óvænt á. En alltaf þarf að svara.

Þetta getur verið rólyndisspjall í stúdíói eða erfið yfirheyrsla í síma. Stundum maður á mann.

En hvernig á að svara spurningum frá fjölmiðlafólki?

Heita kartaflan

Heitasta fréttin í fjölmiðlum á dögunum var bréf sem blaðakonurnar og systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir sendu á heimili forsætisráðherra. Í bréfinu munu þær hafa krafist þess að fá greiddar nokkrar milljónir króna ellegar myndu þær gera opinber gögn sem þær sögðu sýna fram á að forsætisráðherra hafi hlutast til um kaup fjárfesta á hlut í DV.

Netmiðillinn Stundin fjallaði um málið og sagði blaðamönnum DV brugðið. Í frétt Stundarinnar var haft eftir Eggerti Skúlasyni, öðrum ritstjóra DV, að hann telji gögn systranna ekki tengjast DV.

Eggert sagði:

„Ég ætla að byrja á að segja að það er stuð á DV. Þetta er stór fréttadagur. Engum er brugðið heldur eru allir í því að fjalla um þetta risastóra fréttamál. Við erum að fjalla um þetta. Þú veist hvernig það er í blaðamennsku að það eru skemmtilegustu dagarnir í vinnunni þegar það eru alvöru fréttamál í gangi. Sjálfstæð, öflug ritstjórn er á fleygiferð.“

Ekki svara beint

Spurningar eru án undantekninga leiðandi og krefjast svars. En leiðandi svörun við leiðandi spurningu krefst mikillar yfirvegunar og sköpunar. Þess vegna er ekki gott að svara út í hött.

Eggert laut ekki fyrir fyrirframgefnum lögmálum. Hann tók stjórnina af blaðamanni Stundarinnar án þess að svara út í hött. Í hugum lesenda situr eftir, að þetta var stór fréttadagur á DV. Allir voru búnir að gleyma upphaflega málinu, uppnámi blaðamanna.

Lærdómurinn. Forðastu beina svörun.

Stundum getur verið gott að svara spurningu beint. Það þarf að skoða spurningarnar eða hlusta vel og meta markmið svörunar.

Ertu með spurningu?

Almannatenglar Cohn & Wolfe eru sérfræðingar í boðmiðlun.

Fyrirtæki leita til almannatengla til að auka skýrleika samskipta sinna frá A til B, hvort heldur eru spurningar eða svör.

Hvert er þitt svar?

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »