Samhæfðu boðskiptin og sláðu í gegn
útgefið

Sum fyrirtæki virðast gera allt rétt. Vörumerki fyrirtækisins slær í gegn, viðskiptavinir þess bíða í röðum eftir nýjustu vörunni. Á sama tíma gengur öðrum fyrirtækjum með góðar vörur ekki jafn vel að fóta sig.

Reksturinn gengur illa, viðskiptavinum fækkar og tilvist fyrirtækisins heyrir síðan sögunni til. 

Hverju sætir?

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple vermir efsta sætið sem verðmætasta vörumerki heims, samkvæmt niðurstöðum BrandZ-listans sem birtur var nýverið. Google var í toppsætinu á síðasta ári. 

Leitaðu hagræðingar

Í skýrslu bandaríska markaðsrannsóknarfyrirtækisins Millard Brown, sem BrandZ tilheyrir, er leitað skýringa á því hvers vegna einu fyrirtæki vegnar vel en öðru ekki. 

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru meðal annars þær að í harðri samkeppni á markaði og tímum flóknari skilaboða verði að leita nýrrar hugsunar. Til nýrra almannatengsla. Til hugsunar sem leiðir til hagræðis. Ein þeirra leiða er að samhæfa skilaboð innan fyrirtækisins. 

Samhæfð boðmiðlun kemur fyrirtækinu á toppinn

Þessi leið til hagræðingar sem nefnd er í skýrslunni kallast samhæf boðmiðlun (e. integrated corporate governance communications) eða heildræn og miðlæg stýring allra skilaboða fyrirtækisins í því markmiði að minnka misvísun skilaboða. Tilgangurinn er að ná samþættingu firmamerkis eða vörumerkis (e. brand integration). Samþætting næst þegar upplifun viðskiptavina er samskonar hvenær og hvar sem þeir mæta merkinu og er hið endanlega markmið boðmiðlunararkitektúrsins (e. communication architecture). 

Með þetta í huga er engin tilviljun að Apple er verðmætasta vörumerki heims. 

Kynntu þér ráðgjöf Cohn & Wolfe, lestu úlfaslóðina og sjáðu hvernig kaup á ráðgjöf sérfræðinga getur fest fyrirtækið í sessi.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »