Velkomin í miðstöð öðruvísi hugsandi fólks. Fátt er eins verðmætt og góð hugmynd þegar tími hennar er kominn.
Samkeppnin fer sífellt harðnandi. Miðlun skilaboða verður flóknari og dýrari með hverjum degi. Meginástæðan er ný tækni í samskiptum og fjölmiðlun. Ný hugsun verður að leiða til hagræðis með öðruvísi vinnuaðferðum og aðferðafræði sem miðar að því að koma í veg fyrir misvísandi skilaboð.
Þessi nýja leið til hagræðingar kallast samhæf boðmiðlun eða heildræn og miðlæg stýring allra skilaboða fyrirtækisins í því markmiði að minnka misvísun skilaboða. Tilgangurinn er að ná samþættingu firmamerkis eða vörumerkis (e. brand integration). Samþætting næst þegar upplifun viðskiptavina er samskonar hvenær og hvar sem þeir mæta merkinu og er hið endanlega markmið boðmiðlunararkitektúrsins (e. communication architecture).
Cohn & Wolfe Íslandi er stefnumótandi ráðgjafafyrirtæki og útibú stórrar alþjóðlegrar samstæðu og lýtur öðrum lögmálum en íslenskir keppinautar fyrirtækisins. Cohn & Wolfe Íslandi starfar samkvæmt afar ströngum stöðlum í samræmi við alþjóðlegar kröfur samstæðunnar.
Sérfræðiráðgjöf Cohn & Wolfe Íslandi felur í sér að skilgreina, skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja fyrir um árangur og leggja fram tillögur um aðgerðir til úrbóta; kunnáttu til að nýta kerfisbundið þekkingu í þágu þriðja aðila þ.e. viðskiptavinarins.
Sérfræðiráðgjöf Cohn & Wolfe Íslandi grundvallast á kunnáttu til að nýta kerfisbundið þekkingu í þágu viðskiptavinarins og aðferðafræðilegri nálgun boðmiðlunar. Ekkert pláss er fyrir persónulegar skoðanir í ráðgjöf Cohn & Wolfe heldur eru úrlausnarefni séð með faglegum augum boðmiðlunarinnar. Cohn & Wolfe ráðgjöfin er veitt í ferli sem á ensku er kallað ‘Direct Problem Solutions’ en andi hennar er algjör hreinskilni (e. brutal honesty).
Við aðstoðum viðskiptavini við að búa til vörumerki
Þó að starfssvið okkar heyri undir almannatengsl, snúa okkar daglegu störf að því að “búa til, viðhalda og styrkja, orðspor viðskiptavina okkar” á breiðum boðskiptagrunni. Hjá okkur tekur boðmiðlun mið af þeim markhópum sem í hlut eiga og boðrásunum sem að þeim liggja og með því að laga réttu skilaboðin hverju sinni að bæði miðli og móttakanda leggjum við grunn að varanlegum árangri. Tvinnuð saman við vandaða stefnumörkun, nýtist þessi öfluga aðferðafræði oftar en ekki á öllum stigum boðmiðlunar.
Skapandi. Frá grunni
Skapandi hugsun hefur frá upphafi verið aðalsmerki Cohn & Wolfe. Hún er hluti af okkur. Við gætum markvisst að þessari sérstöðu okkar, meðal annars með því að fjárfesta í leiðandi hugmyndasmiðum, alþjóðlegu samskiptaneti og færni starfsmanna í skapandi starfsaðferðum.
Það er einfaldlega ekki hægt að smíða góðar hugmyndir eða hleypa umfangsmiklum verkefnum af stokkunum, án þess að næmur skilningur á lögmálum upplýsingamiðlunar búi að baki. Hjá Cohn & Wolfe rýnum við vandlega framleiðendur og neytendur hvers fjölmiðlakerfis og upplýsingastreymið innan þess. Upplýsingar eru mikilvægasta uppspretta skapandi boðmiðlunar. Við erum ein af fáum stofum sem býr að vönduðum greiningartækjum og öflugu fagfólki á öllum sviðum hagnýtra almannatengsla.
Þetta er ekki eintómt sjálfshól. Í The Holmes Report, einu virtasta fagtímariti almannatengslageirans, segir: „Fyrirtækið er þekktast fyrir sköpunargáfuna, en það sér þó ekki sköpun sem eitthvað frjálst og tilfallandi. Sköpunin er afrakstur agaðs ferlis, og Cohn & Wolfe hefur komist eins nálægt því að ná tökum á því ferli og nokkurt almannatengslafyrirtæki hefur komist.“
Stafrænir yfirburðir
Tilkoma samfélagsmiðlanna og annarra netmiðla knýr á um kortlagningu á því stafræna landslagi sem þeir hafa skapað, hversu óyfirstíganlegt það kann að virðast óinnvígðum. Cohn & Wolfe hefur um langt skeið verið leiðandi á þessu vandrataða sviði í þróun gagnvirkra og gagnsærra aðferða, sem gert hafa viðskiptavinum okkar kleift að hasla sér nýjan völl í markaðsstarfi sínu. Eins og nærri má geta, dugir ekkert minna en stöðug þróun nýjunga í þessu kvika og síbreytilega umhverfi sem hefur reyndar fært okkur þó nokkrar viðurkenningar, nú síðast hjá PRWeek fyrir Nýjung ársins eða “PR Innovation of the Year”. Þau verðlaun fékk Dell IdeaStorm verkefnið okkar, en það fólst í hönnun á netsamfélagi, þar sem viðskiptavinir deila nýjum hugmyndum að vörum og þjónustu.
Verklag og efniviður
Aðferðir okkar og verklag styrkja sérstöðu Cohn & Wolfe enn frekar. Ólíkt öðrum stofum sem byggja starf sitt á hefðbundnum markaðsátökum og herferðum, miðast verklag okkar við að mæta þörfum viðskiptavina jafnt og þétt á afmörkuðum þekkingarsviðum. Má þar nefna vörumörkun og fyrirtækjamörkun ásamt mörkun á sviði heilbrigðisþjónustu, íþrótta, sjálfbærni, tækni og netsamskipta. Við bjóðum einnig sérfræðiaðstoð annarra WPP fyrirtækja, þ.á m. Quinn Gillespie sem er leiðandi í ráðgjöf í opinberri stjórnsýslu og Schematic sem sérhæfir sig í gagnvirkum samskiptum og viðburðum.
Við erum ekki ein á toppnum. Langt í frá… En, við erum eina sérfræðiþjónustan sem getur veitt þér hagnýta leiðsögn um nýjan og margslunginn heim boðmiðlunar – með skapandi aðferðum og þverfaglegri nálgun sem kemur fyrirtækinu þínu á toppinn í síbreytilegu og kröfuhörðu landslagi markaðarins.
Verkefnin
Við tökum að okkur að aðstoða þig við að skipuleggja boðskiptaferlið, allt ferlið, þar sem Cohn & Wolfe er stefnumótandi almannatengsl á e. Cohn & Wolfe Reputation Management Consulting Company.
Grunneiningar Cohn & Wolfe eru: greining > skilningur > miðlun.
Mótun stefnulegra áætlana (e. strategic planning)
1. UNDIRBÚNINGUR AÐGERÐA (stöðumat/greining)
2. SÓKNARSTEFNUR (strategískar aðgerðir)
3. AÐFERÐIR (taktískar aðgerðir)
4. EFTIRFYLGNI AÐGERÐA (eftirlit/frávik/skráning/árangursmat)
Með öðrum orðum:
• Boðskiptakerfi yfirstjórnar
– Corporate Governance Communication
• Boðskiptakerfi leiðtoga
– Top Leader Communications
• Hugmyndavarp fyrir stjórnanda
– C&W Executive Sounding Board
• Grunnþættir í ferli stefnumótunar
– Developing Center of Excellence
• Sértæk stjórnendaráðgjöf
– Executive Advisory Service
• Stefnumótandi ráðgjöf
– Strategy Consulting
• Stefnumótandi boðskiptaráðgjöf
– Strategic Communications
• Aðgerðamótandi boðskiptaráðgjöf
– Tactical Communications
• Sérfræðiaðstoð um bætt orðspor
– Reputation Management/Executive Image Building
• Ásteytingarsteinar/áfallahjálp
– Crisis Management
• Hönnun upplýsingaleitar
– Designing search/research
• Viðskiptagreining
– Market & Marketing Intelligence
• Fjölmiðlagagnagrunnur, fjölmiðlasamskipti
– Media Relations
• Fjölmiðlaeftirlit
– Media Monitoring
• Ráð- /námsstefnur, almennir fundir
– Seminars, conferences and events planning
• Skilaboðagerð (nytjatexti) fyrir ógreidda miðlun
– PR writing
• Framkvæmd/aðgerðir
– PR Campaign Activities
• Málefnastjórnun, stefnumótun, aðgerðir og eftirfylgni
– Issue Management
• Ritstjórn fyrirtækja-/vöruvefs
– Web Content Editing
• Stefnumótandi ráðgjöf varðandi styrktarstarfsemi
– Strategic Sponsorships
• Áætlanagerð
– Þróunaráætlanir
– Rannsóknaáætlanir
– Vöruáætlanir
– Framkvæmdaáætlanir
• Cohn & Wolfe Academy – Boðskiptaskólinn
– C&W Developing Communication Skills