Hafa Íslendingar pólitíska stefnu?
útgefið

Það er áhugavert að fylgjast með skoðanakönnunum. Ekki síst í aðdraganda kosninga. Það er nefnilega ótrúlegt að sjá sveiflur í fylgi sem vart verða útskýrðar nema með því að greina hvernig viðhorf myndast. 

Hægt er að skilgreina viðhorf sem heild þriggja þátta. Viðhorfið byggir semsagt á tilfinningum, hugsunum og hegðun. Tveir af þessum þáttum eru ráðandi þegar stefna er ákveðin og markmið sett í lífinu. Og það virðist vera, ef marka má skoðanir, að stór hluti Íslendinga setji sér ekki stefnu eða markmið.

Ástæðan fyrir þessari fullyrðingu er sú að ef gengist er undir skilgreininguna um viðhorf sem hér er nefnd þá er það aðeins þriðji liðurinn, tilfinningarnar, sem ræðst ekki af stefnu og markmiðum. Með öðrum orðum þá getur viðhorf til einhvers, eins og aðildar að ESB eða hvort kjósa eigi stjórnarflokkana í sveitarstjórnarkosningum eða nýju flokkana, ekki sveiflast svo ört á milli fylgis við tiltekna skoðun og fylgis gegn tiltekinni skoðun nema viðhorfið byggi á tilfinningum.

Málið er nefnilega það að ef maður hefur traust til þess að eitthvað muni gerast, eða hefur trú á einhverju, þá yfirgefur maður ekki leiðina sem þjónar markmiðinu bara af því að hún virðist torfær. Eins og alltaf þá er grundvöllur þess að halda sig á braut markmiðsins sá að hafa skilning á því sem maður er að gera (hugsunin sem nefnd var áðan sem einn þáttur viðhorfs) og jafnframt að geta hegðað sér í þágu markmiðsins – geta sýnt viðbrögð. 

Þegar skilningurinn er ekki til staðar er hins vegar auðvelt að sveiflast á grundvelli tilfinninga.

Til gamans þá látum við fylgja með tengil á skýringarmynd, eða infograph, sem sýnir í meginatriðum muninn á hægri og vinstri. Eina sem kjósendur þurfa að gera er að velja sér eigin stefnu í lífinu, setja sér markmið og öðlast skilning og þekkingu til að fylgja henni. Annars er allt eins líklegt að sveiflast í tilfinningalegri óánægju á milli flokka, skoðana og viðhorfa um allan aldur og ævi.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband