setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu
Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu
útgefið

  • Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga
  • Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað
  • Engin tvö tilvik eru eins

Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í íslensku atvinnulífi eða áberandi í lista- og íþróttageiranum. Þessi mál eru viðkvæm og sorgleg fyrir alla sem þau snerta, en að auki reynir mjög á hæfni stjórnenda þegar þeir þurfa að stýra fyrirtækjum sínum og stofnunum í gegnum þann storm sem svona mál BLÁSA (geta skapað) bæði innan og utan vinnustaðarins.
Stjórnendur kvíða þeim möguleika að mál af þessum toga komi upp á þeirra vinnustað enda geta minnstu mistök VIÐ ÚRLAUSN verið dýrkeypt: skemmt starfsandann, skaðað reksturinn og hugsanlega skapað félögum skaðabótaskyldu. Sumir stjórnendur meta stöðuna þannig að öruggast og sanngjarnast sé að segja upp fólki sem sakað er um hvort heldur minniháttar feilspor eða alvarlegt kynferðisbrot, á meðan AÐRIR (aðra langar að) fara leið sátta og fyrirgefninga og gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt eða gera upp gamlar syndir. Auðveldar það ekki ákvarðanatöku stjórnenda ef að málin hafa ratað í fjölmiðla eða í umræðuna á samfélagsmiðlum.

Guðjón Heiðar Pálson | Cohn & Wolfe Íslandi

Guðjón Heiðar er landsstjóri Cohn & Wolfe PR á Íslandi og segir hann brýnt að stjórnendur átti sig á að ekki sé til algild lausn sem grípa má til þegar fólk er ásakað um að misstíga sig, fara yfir mörk eða hreinlega brjóta á öðrum. „Þetta eru allt sértæk mál og verða ekki leyst með almennum lausnum,“ útskýrir hann og bætir við að stjórnendur geti ekki hummað málin fram af sér eða gripið til ódýrra lausna eins og að senda þann sem sakir beinast að í tímabundið frí og vona að stormurinn gangi yfir. „Né er það endilega lausn að láta fólk tafarlaust taka pokann sinn þegar ásakanir berast. Það kann kannski að skapa frið til skemmri tíma, en hvað gerist næst þegar eitthvað kemur uppá, eða þarnæst. Að fara þá leið skapar ótta og ófyrirsjáanleika sem þýðir að það verður einfaldlega til annars konar krísa.“

Erfitt að leysa án aðstoðar

Að því sögðu gagnast stjórnendum að fylgja nokkrum einföldum ráðum: „Það gagnast að hafa þegar samið gátlista sem vísar í ákveðnar áttir eftir því hvers konar mál er í dagsljósinu. Viðbragðsáætlun felur í sér að setja á laggirnar þverfaglegt forvarnateymi, og brýnt er að áætlunin sé stefnulegs eðlis svo að hún hjálpi til að koma í veg fyrir að sama mál eða önnur óæskileg mál komi upp aftur og aftur í svipaðri mynd.“

Meðal þess sem gátlisti ætti að tiltaka, að mati Guðjóns, er fá hlutlausa utanaðkomandi sérfræðinga til að aðstoða við úrlausn svona mála. Segir Guðjón að hæfir sérfræðingar séu vísir til að biðja stjórnendur og aðra sem málið varðar að svara nokkrum grundvallarspurningum, m.a. til að skilja hvort það er mögulegt eða skynsamlegt að reyna að ná sáttum, og hvort eðlilegast sé að útkljá málið með óformlegum hætti eða formlegri aðstoð dómstóla. Bendir Guðjón á að viðfangsefnið sé dýrt á alla vegu, flókið og snerti heiður ÆRU ? allra sem að koma, og vitaskuld almenna réttlætis- og siðferðiskennd fólks. Sum mál kalla á mýkt og samstarfsvilja á meðan eðli annara mála kalli á meiri staðfestu.

Jarðsprengjusvæði

» Stjórnendur fyrirtækja og stofnana geta ekki hummað það fram af sér ef ásakanir koma fram.
» Sum mál kalla á mýkt en önnur kalla á staðfestu.
» Fólk þarf að gangast við eigin brotum en það er líka æskilegt að því sé gefinn kostur á að vaxa upp úr gömlum syndum.
» Það getur hjálpað stjórnendum að hafa samið viðbragðsáætlun.

Lykillinn að farsælli lausn, að mati Guðjóns, er að samtal VERÐI/eigi sér stað. Þar á hann ekki við að gerandi og þolandi þurfi að hittast og gera málin upp sín á milli heldur að allir sem málið snerti geti tekið þátt í samtali með einum eða öðrum hætti, með eða án milliliða. Undirstrikar Guðjón að endanleg sátt náist ekki án samtals, og að samtalið geti ekki verið einhliða. Hann bendir á að stundum sé það meintur gerandi sem vilji ekki taka þátt í samtalinu, og stundum sé það þolandinn. Guðjón bendir á að sumir hafi ekki hugrekkið og þrekið til að taka þátt í samtalinu. „Það getur komið í hlut utanaðkomandi sérfræðinga að hjálpa þeim starfsmanni sem sakaður er um eitthvað misjafnt að geta tekið þátt í þessu samtali, og koma rétt klæddur til dyranna.“

En það kann líka að hvíla á sérfræðingunum að komast til botns í því hvað kann að valda því ef samtalsvilja skortir, og hvort fleira búi að baki en það sem sést á yfirborðinu. „Og þá er hætt við að bæði stjórnendur og sá sem borinn er sökum verði að setja sig í stellingar herforingjans og draga hvergi af sér við að verja virðinguna, orðspor eigin fyrirtækis, eigin starfsferil og jafnvel fjölskyldur og vini,“ útskýrir Guðjón. „Og þeim sem þykir hafa verið ómaklega að sér vegið, og telja sig t.d. hafa misst æruna og atvinnumöguleika af þeim sökum, get ég ekki ráðlagt annað en að grípa til sóknar í þeim tilgangi að endurheimta a.m.k. friðinn í hjarta sínu og þeirra sem eru þeim næstir.“

Að axla ábyrgð og gefa tækifæri

Hvað með einstaklinginn sjálfan og hans viðbragðsáætlun? Dæmin virðast sýna að allir geta misstigið sig og farið yfir mörk annarrar manneskju án þess að það hafi verið ásetningsverk, og enginn vill lenda í þeim sporum að gamlar syndir komi í dagsljósið með öllu því tjóni sem því getur fylgt. Eflaust eru margir sem óska þess heitast að geta gert upp fortíðina og eftir atvikum leitað sátta, fyrirgefningar eða fá tækifæri til að afsaka sig, en skortir kjarkinn til þess.
Guðjón segir að sennilega sé hollt að taka til í eigin ranni og horfast í augu við eigin skuggahliðar, séu þær raunverulegar. „Það er grundvallarmál að biðjast afsökunar á eigin siðleysi og gangast við brotum hafi þau meitt. Það er forsenda að þekkja siðgæðið og skilja að hvaða áreiti sem er getur rænt aðra örygginu og jafnvel sjálfstraustinu fyrir lífstíð. Við erum samfélagið, hvert og eitt okkar hefur skyldum að gegna; hjálpa öllum og gefa öllum tækifæri t.d. til að vaxa upp úr öllum gömlum syndum. Við ættum að taka samtalið því án skilnings eru engar líkur á vægð.“

– – – – – 

Viðtal: Ásgeir Ingvarsson Mbl

Birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. nóvember 2021

Smelltu hér til að opna greinina í PDF útgáfu morgunblaðsins
(það þarf innskráningu til að skoða )

Nýjast á Úlfaslóð

setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »
Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »