Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin
Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin
útgefið

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana.

Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar frá. Sporin hræða hvað fjölmiðlana varðar. Landspítalinn hefur legið undir ámæli um að leyna upplýsingum um hvort innlagðir COVID sjúklingar séu bólusettir eða ekki auk þess sem spítalinn hefur verið ásakaður um að nýta fjölmiðla til að sækja aukið fé til rekstrarins í stað þess að hagræða.

Það gefur upplýsingafulltrúanum stjórn, gerir starf hans mikilvægara en er líka réttlæting fyrir tilvist starfsins.

Fagmennskan er leiðbeinandi um lausnir við aðsteðjandi vanda og reynsla fólks og hlutverk þess, innan eða utan fyrirtækis getur haft mikil áhrif á hvernig tekið er á tilteknum vanda. Tökum sem dæmi að læknar og aðrir sérfræðingar spítala, sem almennt vinna á vöktum, fái fyrirspurnir frá fjölmiðlum þegar þeir eru ekki á vöktum. Sé maður starfandi innan skipulagsheildarinnar, t.d. sem upplýsingafulltrúi, gæti lausnin verið sú að reyna að ná stjórn á vandanum með því að skipa fólki að beina fyrirspurnum beint til upplýsingafulltrúans. Það gefur upplýsingafulltrúanum stjórn, gerir starf hans mikilvægara en er líka réttlæting fyrir tilvist starfsins.

Sé maður starfandi utan skipulagsheildarinnar fær viðkomandi greitt fyrir ráðgjöfina, óháð því hvort farið er eftir henni. Ráðgjöfin verður því að vera sjálfsstæð, byggð á tilgangi skipulagsheildarinnar, forsendum hennar og markmiðum, en ekki endilega á forsendum starfsmannsins sem í hlut á. Niðurstaðan væri því líklega sú að finna leið sem myndi gera fjölmiðlum kleift að vita hvaða læknar og sérfræðingar eru á vakt hverju sinni, og hvernig sé hægt að ná í þá eða koma til þeirra skilaboðum. Sú leið, öryggisins og skráningarinnar vegna, fæli þá sennilega líka í sér flöggun til samskiptastjóra. Málið væri leyst, allir sáttir en verkefni samskiptastjórans sennilega færri en þau voru áður.

Allar þessar lausnir og ferlar eru til hjá einkafyrirtækjum starfandi á Ísland

Allar þessar lausnir og ferlar eru til hjá einkafyrirtækjum starfandi á Íslandi. Líkt og grafískir hönnuðir, ljósmyndarar, vefstjórar og fleira slíkt fagfólk sem hið opinbera hefur tilhneigingu til að ráða til sín í stað þess að kaupa faglega ráðgjöf af utanaðkomandi fyrirtækjum til að leysa verkefnin með hætti þar sem kröfur eru í takt við greiðslur fyrir vinnuna á grunni samkeppni um verkefnin.

Ef samskiptadeild Landspítalans veltir um 100 milljónum á ári vegna þjónustu sinnar þá er ljóst að heilu almannatengslafyrirtækin á Íslandi gætu sinnt sömu vinnu með mun hagkvæmari hætti enda er velta þeirra margra á þessum slóðum þótt viðskiptavinir hlaupi á tugum og verkefnin samanlagt mun fleiri en á samskiptadeild stærsta vinnustaðs landsins.

Af hverju skrifar hið opinbera fréttir í stað þess að láta fjölmiðla um að segja fréttir af hinu opinbera?

Af hverju taka stjórnvöld ekki af skarið og setja reglur um að opinberar stofnanir kaupi faglega ráðgjöf og vinnu frá fyrirtækjum landsins í stað þess að eiga í samkeppni við þau með þessum hætti? Af hverju skrifar hið opinbera fréttir í stað þess að láta fjölmiðla um að segja fréttir af hinu opinbera? Af hverju eru grafískir hönnuðir í vinnu hjá flestum ríkisstofnunum í stað þess að kaupa þá vinnu af einkageiranum þar sem samvirkni verður til í slíkri vinnu? Svarið er vafalaust einmitt það að hið opinbera reynir að forðast óþægindi, ná stjórn.

Ekki aðeins yrði það alltaf ódýrara að leita til fagfólks, það myndi líka setja þrýsting á stofnanirnar um faglegri nálgun og niðurstaðan yrði að jafnaði betri – og fjölmiðlar yrðu til staðar til að halda öllum við efnið, eins og þeim ber, þegar eitthvað bregður út af.

Fyrirvari: Cohn & Wolfe hefur þegar boðist til að aðstoða spítalann við að koma þessum málum í réttan farveg.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »