woman in black shirt holding white plastic bottle
Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?
útgefið

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube sem er stærsta leitarvél í heimi. Við hjá Cohn & Wolfe og MediaCom fórum yfir gögn frá Global Web Index, Eurostat og Gallup. 

Global Web Index hefur gert fimm kannanir meðal almennings í Kórónufaraldrinum síðan í vetur til að mæla muninn á milli mánaða. Fólk á aldrinum 16.-64. ára tók þátt frá stöðum eins og Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Kína, Frakklandi, Þýskalandi, Indlandi Írlandi, Ítalíu, Japan, Nýja Sjálandi, Filipseyjum, Singapúr, Suður Afríku, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum. Mælingar sýna notkun samfélagsmiðla og snjalltækja miðað við það sem áður var.

Þátttakendur voru spurðir hvað heimsfaraldurinn yrði langlífur og sögðu 44% að hann myndi vara meira en ár og 28% sögðu að hann myndi vara í eitt ár. Almennt var fólk á því að faraldurinn myndi ekki vara eins lengi í þeirra eigin heimalandi, þ.e. 21% sögðu að hann myndi vara í meira en ár og 23% sögðu að hann myndi vara í allt að eitt ár.


Smitrakning

Áhugavert er að sjá tölur um hvað almenningi finnst um smitrakningu en þrír af fjórum styðja smitrakningarátakið. Það er þó meiri andstæða í Evrópu en rétt undir 50% almennings eru hlynntir smitrakningu á móti 90% í t.a.m. Kína, Indlandi og Filipseyjum.

Ferðumst innanlands

Þegar við horfum til ferðamála á alþjóðavísu næstu tólf mánuði miðað við frá byrjun júlí þá segja 48% að þau munu fastlega ferðast innanlands næstu 12 mánuðina. Ef lagðar eru saman prósentur af fólki sem munu sennilega vera í fríi nær heimilinu (32%) eru ferðir innanlands nær 80%. 13% prósent nefndu að þau muni sennilega fara í stuttar ferðir út fyrir landssteina og þau sem munu fara í lengri ferðalög eru 9%. Þetta eru áhugaverðar tölur enda ljóst að ferðavilji er nokkur þrátt fyrir sóttvarnarhömlur.

Vinsældir snjallsíma

Sérstök mæling var gerð á snjallsímanotkun í faraldrinum en notkunin hækkaði tölvuvert eða í 73% hjá konum og 68% hjá körlum dagana 22. apríl – 27. apríl.  Snjallsímanotkun hækkaði hjá karlmönnun dagana 29. júni – 2. júlí í 70% en hinsvegar lækkaði notkunin hjá konum sem notuðu snjallsíma niður í 70%.  Global Web Index mældi einnig noktunina dagana 16. – 20. mars og var notkunin eftirfarandi:

Þessar prósentur hafa hækkað svo um munar miðað við það sem áður var eins og má sjá á slæðunni um heildaraukningu á notkun félagsmiðla. Faraldurinn hefur aukið notkun tækja sem framleiðendur slíkra vara ættu að vera ánægðir með sem og fyrirtæki í framleiðslu á öppum og öðrum vörum og þjónustu tengt snjalltækjum.
Fartölvur og snjallsjónvörp hafa líka verið vinsælar í faraldrinum enda sína tölur yfir 40% aukningu frá því faraldurinn byrjaði en notkun þessara tækja jókst lítilega milli apríl og júní/júlí. Hækkunin á notkun borðtölva frá því faraldrinum mætti skýra á þá leið að fólk var að vinna að heiman. Ekki er hækkun milli mælinga mikil en það þýðir að sami fjöldi var enn að vinna að heiman. Notkun leikjatölva[DÖG1]  jókst lítið í byrjun faraldsins, ekki eins og önnur tæki en virðist samt sem áður ekki ætla að lækka en notkunin milli apríl og júní/júlí jókst lítillega.

Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins tók saman notkun á upplýsingatækni með íslendinga og Morgunblaðið fjallaði um það undir fyrirsögninni “Tæplega 95% lesa fréttir á netmiðlum”. Þar segir að “meðal kynj­anna var menn­ing­ar­virkni karla á net­inu hlut­falls­lega meiri að und­an­skildu upp­hali á eig­in efni sem hærra hlut­fall kvenna hafði gert á und­an­gengnu þriggja mánaða tíma­bili. Sé ald­ur einnig skoðaður má sjá mun á spil­un og niður­hali tölvu­leikja. Þannig höfðu 64,8% karla á aldr­in­um 16-24 ára spilað eða hlaðið niður tölvu­leik á und­an­förn­um þrem­ur mánuðum sam­an­borið við 24,4% kvenna á sama aldri. Mun­ur­inn minnkaði svo í næsta ald­urs­hópi fyr­ir ofan, 25-54 ára, og hafði snú­ist við í elsta ald­urs­hópn­um, 55-74 ára þar sem hlut­fallið var 16,7% meðal kvenna og 6,8% meðal karla.” (mbl.is, 15092020)

 

Hegðun fólks (Global Web Index) hefur breyst hvað varðar notkun samfélagsmiðla í faraldrinum og sést að aukning er mjög mikil í öllum aldurshópum eða frá aldrinum 16. ára til 64. ára.


*Vantar uppfærðar upplýsingar fyrir þessa fimmtu könnun Global Web Index

Almenningur hefur nýtt þessa miðla vel í faraldrinum en það verður fróðlegt að vita hvort fólk noti samfélagsmiðlana jafn mikið þegar faraldri lýkur.

Notkun samfélagsmiðla á Íslandi

MediaCom, systurfyrirtæki okkar tók saman gögn frá Gallup. Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi dagana 15 – 26 maí 2020 þá kom í ljós að 92% landsmanna nota Facebook að staðaldri. YouTube sem er nærst stærsta leitarvél í heimi er notað af 70% Íslendinga.


Gallup

Fleiri karlar en konur í 45- 64 ára nota streymisveituna YouTube að staðaldri


Karlar 70%

 Gallup


Konur 65%


Gallup

Heildarmyndin

Niðurstaðan af gögnum frá Global Web Index, Eurostat og Gallup er áhugaverð því ef litið er á heildarmyndina er almenningur undir það búinn að vera í sömu stöðu og nú og næstu 6 til 12 mánuðina. Fólk er virðist óbugað, sveigjanlegt og sérlega aðlögunarhæft þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður, andlega og í sumum tilfellum líkamlega. Fólk er meðvitað um þá breytingar sem þarf að gera til þess að komast í gegnum þennan faraldur. Raunin er hins vegar sú að almennt tekur langan tíma að breyta hegðun fólks en vegna heimsfaraldursins eru líkur á að fólk muni nota samfélagsmiðlana í meira mæli í kjölfarið, hugsanlega mun meira en áður þar sem ný tækni og mikil þróun verður á félagsmiðlum eins og sl. ár til að mæta þessari eftirspurn. Ennfremur verði lítill munur á milli aldurshópa hvað þetta varða. Samanlagt þýðir þetta að fyrirtæki þurfa að huga sérstaklega vel að boðmiðlun sinni á eigin boðrásum komandi misseri.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband