Stundar SÍA sjálfsskaðandi hegðun?
útgefið

Fyrirvari: Áður en lengra er lesið er rétt að það komi fram að Cohn & Wolfe og systurfyrirtækið EssenceMediaCom hafa mikla hagsmuni af virkum fjölmiðla- og auglýsingamarkaði þar sem EssenceMediaCom hefur jafnan verið á meðal stærstu viðskiptavina fjölmiðlanna undanfarin ár og eina sjálfstæða birtingarhús landsins, óháð hagsmunaárekstrum. Hafandi sagt það þá eru sumir hlutir þó þannig að þá verður að segja, vegna þess að það er rétt að gera það – þótt það geti kostað eitthvað. Það sem á eftir fer ber að lesast með þeim gleraugum.

Í vikunni birtist sérkennileg auglýsing frá Sambandi íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Hún hlýtur að hafa virkað mjög stuðandi á frjálsa fjölmiðla, sem auglýsingastofur birta sínar auglýsingar í að langmestu leyti.

Auglýsing lýsir hörmungum auglýsingastofa  og framleiðslufyrirtækja (kvikmynda) ef RÚV hverfi af auglýsingamarkaði og telur í fimm liðum forsendur hörmunganna.

SÍA segir að það að taka RÚV af auglýsingamarkaði auki skatta og fækki störfum. Já, það þarf að hækka skatta til að standa undir rekstri RÚV, vissulega. En að það fækki störfum er hæpið. SÍA talar um stórskaðaða í framleiðsluiðnaði, þau rök eru aum því auglýsendur, sem eru viðskiptavinir auglýsingastofa (viðskiptafyrirtækin hér eftir), þurfa eftir sem áður að kynna sjálfan sig ásamt vöru og þjónustu. Það eitt breytist ekki með því að RÚV fari af auglýsingamarkaði.

SÍA segir líka að tvö þúsund milljónir fari úr íslensku hagkerfi og vísar í skýrslu fjölmiðlanefndar. Þetta er líka hæpið. Eitthvað mun fara í erlendar veitur án vafa, en þróunin er sú að mettun er orðin mjög mikil þar og meira að segja efnisveitur eins og Netflix eru farnar að auglýsa í hliðrænum miðlum – ekki bara á vefnum. Þetta er bara breyting á umhverfi, því þarf aðlagast fremur en að berjast gegn því að umhverfið breytist (við erum ekki að tala um loftslagsmál hér, en þau eru sennilega mun stærra hagsmunamál fyrir SÍA og auglýsingastofur með tilliti til breytinga á neyslusamfélaginu og þau mál á áreiðanlega algjörlega eftir að skoða).

SÍA segir líka að störfum fækki í skapandi greinum. Það gerist mögulega tímabundið en geirar vaxa og dragast saman öllum stundum. Þessa vikuna hafa hátt í hundrað manns misst vinnuna í Borgartúninu einu saman.

SÍA segir ennfremur að það sé gegn vilja 75% Íslendinga að RÚV fari af auglýsingamarkaði. Þetta er beinlínis rangt, kolrangt. Vísað er í könnun Fréttablaðsins frá september 2019 en þar segir Fréttablaðið sjálft að af þeim sem svöruðu segist 59% vilja að dregið sé úr umsvifum RÚV eða RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Þau 18,6% sem vilji að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði þýðir ekki að allir hinir vilji að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Það sést best á því að það voru 41% sem vilja óbreytt umsvif RÚV.

Dýrkeypt að standa gegn breytingum

Að lokum er talað um sykurskatt á samfélagsmiðla. Það taka RÚV af auglýsingamarkaði mun leiða til verri nýtingar á birtingarfé og það má til sanns vegar færa. SÍA ætti hins vegar að hafa mun meiri áhyggjur af því að mælingar á árangri birtingarfés eru á undanhaldi því fólk og fyrirtæki fórna gögnum fyrir tilfinningu! En það hentar ekki málstaðnum.

Það er augljóslega hægt að hafa þá skoðun að RÚV eigi að vera á auglýsingamarkaði. Það væri pólitísk afstaða en á einhvern hátt er það mjög skondið að sú afstaða komi frá samtökum einkafyrirtækja á frjálsum markaði sem vilji veg ríkisfjölmiðils sem mestan, þrátt fyrir að viðskipti auglýsingastofanna séu að mestu leyti hjá öðrum (!) einkafyrirtækjum. Þarna spyr maður sig hvort SÍA átti sig fyllilega á hlutverki sínu. SÍA ætti ekki að vera á þessari skoðun ef SÍA veit hverjir eru helstu hagsmunaðilar sambandsins.

RÚV er augljóslega áhrifa mikill miðill, í mikilli notkun sem allir vilja hafa aðgang að, sérstaklega auglýsingastofur. Það er hins vegar pólitískt landslag sem stýrir þessu aðgengi. Landslagið getur breyst og auglýsingastofur eins og önnur fyrirtæki verða alltaf að aðlaga sig að nýju landslagi. Hvað gerðist þegar þegar starfsemi WOW var hætt? Icelandair bætti við flugferðum eins og þeir gátu af faglegri snyrtimennsku. Hvað gerðist þegar Fréttablaðið fór fyrst á hausinn? Morgunblaðið tók upp slakann og aðrir frímiðlar sáu tækifæri. Núið er alltaf að breytast. Búið er að takmarka RÚV á auglýsingamarkaði nú þegar. Viðskiptafyrirtækin hafa brugðist við því. Það hefur almennt reynst dýrkeypt að standa gegn breytingum á viðskiptaumhverfi. Nokia og Kodak eru þekkt dæmi um það.

Þessi auglýsingaherferð SÍA er því mjög undarleg. Aðilar auglýsingamarkaðarins eru auglýsingastofurnar, SÍA og fjölmiðlarnir allir – ekki bara RÚV. Er betra fyrir SÍA að taka afstöðu með RÚV á kostnað allra frjálsu miðlanna sem standa í harðri samkeppni við ríkisstyrkt RÚV og kæra jafnvel til fjölmiðlanefndar ítrekað fyrir samkeppnisbrot? Ætti SÍA ekki frekar að leitast við að auglýsingamarkaður sé gagnsær, sanngjarn og mælanlegur? Hann er það nefnilega ekki í dag því það fyrirkomulag sem tíðkast annarsstaðar í heiminum af siðferðislegum ástæðum, og snýst um að aðskilja framleiðslu auglýsinga og birtingar, er ekki til staðar á Íslandi. SÍA sem fagsamband ætti að skoða þetta, fremur en að beina gagnrýni sinni að fjölmiðlaumhverfinu. Ef SÍA ætti að gagnrýna eitthvað í fjölmiðlaumhverfinu þá væri það auglýsingaráðgjöfin sem fjölmiðlar sjálfir veita í auknu mæli. Hún er alltaf hlutdræg enda snýst hún um þá sjálfa.

Hér er eflaust rétt að hafa í huga að fá fyrirtæki eru meira kapítalísk en auglýsingastofur og almannatengslafyrirtæki. Útspil SÍA er því, æði sérstakt.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »