Viltu fleiri vopn í vopnabúrið?
útgefið

Veist þú hver verðmætustu vörumerkin í Kína eru? Veistu hvernig það getur gagnast þér og rekstri þínum að vita það? Kína er næst stærsta hagkerfi heims og því borgar sig að fylgjast með því sem er að gerast þar.

WPP, móðurfyrirtæki Cohn & Wolfe, hefur gefið út skýrslu í samvinnu við MillwardBrown, systurfyrirtæki okkar, undir nafninu Brandz100. Skýrslan gefur þér tækifæri til að kynnast vörumerkjunum og hvar þau standa í samanburði við önnur. Veist þú hvað verðmætasta vörumerki Kína, Tencent, stendur fyrir? Hefur þú efni á að vita það ekki?

Blikur á lofti

Greinendur hafa haft af því nokkrar áhyggjur að hægt hafi á efnahag Kína en samkvæmt Brandz100 skýrslunni hefur verðmæti 100 verðmætustu vörumerkjanna þó aukist um að jafnaði 13%. En þar er ekki öll sagan sögð, því sum hafa hækkað mun meira í virði á meðan önnur hafa lækkað talsvert. Þú getur séð allar þessar upplýsingar í skýrslunni og fengið góða greiningu á stöðunni.

Heimurinn er að minnka

Við erum sífellt minnt á að heimurinn er alltaf að verða minni. Markaðir sofa aldrei og það sem gerist í dag í Kína hefur áhrif á morgun í Evrópu. Þess vegna skiptir öllu máli að fylgjast vel með. Vita hvað snýr upp og hvað niður og hver þróunin er. Brandz100 skýrslan er mikilvægt verkfæri fyrir þá sem vilja fleiri vopn í vopnabúrið. Skýrsluna og mjög mikið aukaefni er að finna hér.  Láttu hana ekki fara framhjá þér.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »