Áhugafólk um kvikmyndina Aftur til framtíðar beið margt spennt eftir því þegar miðvikudagurinn 21. október 2015 rann upp. Þetta var dagurinn sem tímaflakkararnir og aðalsöguhetjur myndarinnar, Marty McFly og vísindamaðurinn Emmert Brown, ferðuðust til í fyrstu myndinni og gerist mynd númer tvö að mestu á þessum degi.
Myndabálkurinn Aftur til framtíðar telur þrjá myndir sem frumsýndar voru á árunum 1985, 1989 og 1990. gerðar voru á árunum sem allar fjallar um það sem gerist þegar atburðarrás fortíðar er breytt og hverjar afleiðingarnar á framtíðina.
Er mikilvægt að deila áhyggjum þeirra McFly og Brown? Ekki svo ef rétt er haldið á spilunum í nútíð.
Í daglegu lífi er nútíðin það eina sem hönd á festir. Í nútíð getur þú haft áhrif á framtíðina að nokkru leyti. Þú getur mótað hana, ráðið nógu miklu um framvindu framtíðarinnar svo hún komi þér ekki jafn mikið á óvart og bíógestum sem árið 1989 horfðu 26 ár fram í tímann.
Ekki láta framtíðina koma þér óvart
Það er áhugavert að setja framtíðarpælingarnar í Aftur til framtíðar í samhengi hlutanna úr frá sjónarhorni sérfræðinga Cohn & Wolfe.
Hjá Cohn & Wolfe er horft á hverja hugmynd sem orðaða hugsun. Samkvæmt því verður hugsun ekki að hugmynd fyrr en hún er sett á blað – orðuð. Hugmynd er því orðuð hugsun.
Við höfum öll hugmynd um framtíðina. Hún er ekki óskrifað blað heldur ferli sem stefnt er að.
Gögn
Til að fá botn í framtíðina er gögnum safnað. En gögn eru ósamsettar upplýsingar. Stefnuleg áætlun markar gæði gagna, enda gefur áætlunin skilning á því hvað sé gagnlegt. Þar ákvarðast hvaða gögn hafi notagildi og í hvaða samhengi.
Gögnin eru móttekin og skilin, þau sett í samhengi og verða upplýsingar. Gögnin hafa því orðið mótuð hugmynd.
Hér eru komin tvö stig skilnings; gögn og upplýsingar.
Þekking
Næsta skref er þekkingin.
Þekkingin eru upplýsingar sem búið er að setja í samhengi og hún skilin miðað við ákveðna stefnulega áætlun. Segja má að þekkingin séu fleiri „einingar“ af upplýsingum í ákveðnu samhengi, mótaðar í ákveðna stærri einingu eða eina hugmynd.
Kunnátta
Tvö stig eru nú eftir. Það að reyna þekkinguna (kunnáttan) og eftirfylgni hennar.
Gögnin sem notuð eru í ferlinu að stefnulegri áætlun hafa notagildi. Þau eru gögn. Nýting þeirra er gagnleg til að búa til upplýsingar. Með öðrum orðum, þetta eru gagnlegar upplýsingar.
Praktík
Næsta stig er skref til aukins skilnings.
Þekkingin eru upplýsingar sem búið er að setja í samhengi og skilin miðað við ákveðna stefnulega áætlun. Í þessu skrefi eru upplýsingar tengdar saman í þeim tilgangi að búa til þekkinguna sem grundvalla á ákveðna fastmótaða hugmynd.
Segja má að þekkingin séu fleiri „einingar“ af upplýsingum í ákveðnu samhengi, mótaðar í ákveðna einingu – eina stærri einingu. Eða fleiri mótaðar hugmyndir settar saman í eina fast mótaða hugmynd.
Núna höfum við þrjú stig til skilnings: gögn; upplýsingar; ákveðna þekkingu.
Tvö stig eru eftir: Það að reyna þekkinguna; kunnáttuna (þekkingin reynd) og eftirfylgni sem er reynslan skráð og skilin.
Skráð, skilið og reynt
Hæpið er að fullyrða, miðað við gefnar skilgreiningar, að gögn séu gagnleg í þessu ákveðna samhengi þótt þau gagnist manni til brúks síðar í ferlinu fyrir upplýsingar.
Það að gögn séu gagnleg er erfitt að skilja nema þá kannski í þeirri óvissu að fundið efni sé hugsanlega gögn. Ef óvissa er til staðar má með töluverðri vissu áætla að hin stefnulega áætlun sé ekki af þeim gæðum sem gagnast ætti.
Gögn hafa notagildi. Þau geta ekki hugsanlega haft notagildi. Gögn eru gögn. Þau gagnast til frekari skilnings.
Gögn eru gagnleg fyrir upplýsingagerð.
Upplýsingar eru aðeins gagnlegar ef þær hafa notagildi þ.e. að gögn séu af þeim gæðum að þau eru hugsanlega til gagns og verði, í samhengi, að upplýsingum samkvæmt skilgreiningunni um hvað upplýsingar eru.
Þekking getur haft notagildi fyrir kunnáttuna og kunnáttan getur haft notagildi fyrir ákveðið verk. Sýnilegur árangur miðaður við gerða áætlun sker úr um notagildi.
Nú er praktíkin eftir þ.e. kunnáttan og síðast reynslan sem skilar sér í mótaðri hugmynd (um framtíðina) og stefnulegri áætlanagerð.
Hvað ætlarðu að gera í framtíðinni?
Stefnuleg áætlun leiðir til ákveðinna viðbragða. Hún er form svo hægt er að bregðast hratt við ófyrirséðum viðburðum og atvikum í framtíðinni. Ef búið er að ákveða markmið, sem eru sett með stefnu fyrirtækisins sem grundvöll, er hægt að velja hvað eigi að gera. Þegar það liggur fyrir má fara í aðgerðir.
Ef þú ert með tilbúna áætlun sem byggir á stefnu þá er fljótlegra og auðveldara að bregðast rétt við, hvort sem er þegar upp kemur krísa eða til að koma því góða sem þú tengist annað hvort persónulega eða í gegnum fyrirtæki þitt á framfæri. Góð áætlun minnkar líkur á krísu í framtíðinni og gerir þær viðráðanlegri þegar og ef þær koma upp.
Hafðu samband við Cohn & Wolfe og tryggðu að framtíðin kemur þér ekki á óvart.