Bjórinn er verðmætur
útgefið

Bjórtegundir eru ofarlega á blaði yfir tíu verðmætustu vörumerkin í Mið- og Suður-Ameríku um þessar mundir, samkvæmt nýbirtum Brandz-lista Millward Brown. Af vörumerkjunum tíu verma bjórtegundir fimm sæti en fjarskipta-, fjármála- og smásölufyrirtæki hin fimm. 

Skál!

Bjórinn Skol frá Brasílíu er nú um stundir verðmætasta vörumerkið í Mið- og Suður-Ameríku en hann er metinn á 8,5 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Það er álíka mikið og helmingurinn af landsframleiðslu Íslands á síðasta ári. 

Það voru bjórframleiðendur í Bretlandi, Kanada og Svíþjóð og Belgíu sem sameinuðust um gerð Skol árið 1964 en nafn hans vísar til skandinavíska orðsins skål. Framleiðslan hefur flakkað svolítið á milli fyrirtækja síðan þá en danski bjórrisinn Carlsberg á réttinn að vörumerkinu í dag.

Þetta er fyrsta skiptið sem bjórinn Skol kemst í toppsætið á Brandz-listanum. Athyglisvert er að verðmæti vörumerkisins jókst um hvorki meira né minna en 20% á milli ára og það þrátt fyrir að hægt hafi á hagvexti í Mið- og Suður-Ameríku. 

Önnur vörumerki á topp tíu lista Brandz í Mið- og Suður-Ameríku eru bjórmerkið Corona, sem lengi hefur notiðvinsælda hér á landi, fjarskiptafyrirtækin Telcel og Televisa, fjármálafyrirtækin Bradesco og Itau og  smásölufyrirtækið Falabela. Þrjár aðrar bjórtegundir eru á Brandz-listanum, en þær eru lítt þekktar hér á landi. Athygli vekur að á sama tíma og verðmæti vörumerkja á Brandz-listanum eykst nokkuð á milli ára dróst það saman um 23% hjá Falabela.

Rannsóknir mikilvægar innan WPP

Það er bandaríska markaðsrannsóknarfyrirtækið Millward Brown sem tekur BrandZ-listann saman á hverju ári fyrir ýmis landssvæði. Millward Brown er hluti af fyrirtækjasamsteypunni WPP. Innan samsteypunnar er almannatengslafyrirtækið Cohn & Wolfe, þar með talið Cohn & Wolfe Íslandi.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »