Strategísk hugsun skilar árangri
útgefið

Heimur vörumerkja hefur tekið miklum breytingum á síðustu tíu árum og stendur þróunin enn yfir. Stjórnendur fyrirtækja verða að fylgjast vel með til að missa ekki af lestinni.

David Roth, framkvæmdastjóri hjá WPP, segir í leiðara sínum að Brandz-vörumerkjaskýrslunni sem kom út í vor, að sú breyting sem hafi átt sér stað skýrist öðru fremur af fjármálakreppunni sem skall á af miklum þunga árið 2008 og tæknibyltingunni á sama tíma.

Í fyrsta lagi leiddi fjármálakreppan til þess að neytendur eru varari um sig en áður og hugsa sig vel um áður en þeir taka upp veskið. Þeir hugsa meira um gæði vara en áður og samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja.

Neytendur sem hafa tæknina á valdi sínu geta valdið orðspori fyrirtækja hnekki á mjög skömmum tíma. Af þeim sökum má, að mati Roth, líta svo á að tæknibyltingin veiti fyrirtækjum aðhald á sama tíma og allir vegir séu þeim færir sem fylgjast vel með í þróun tæknimála.

Gamli tíminn og nýi tíminn

Roth rifjar upp byltinguna á þeim tíu árum sem liðin eru síðan Brandz-listinn var tekinn saman í fyrsta sinn. Þá var smásölurisinn WalMart á meðal verðmætustu vörumerkja í heimi. Nú hefur orðið sætaskipan á því tæknifyrirtækið Alibaba, sem kom inn á Brandz-listann í fyrsta sinn á þessu ári, og netverslunin Amazon eru orðin verðmætari. Roth vekur sérstaka athygli á því að hvorki Alibaba né Amazon reka eiginlega verslun sem hægt sé að ganga inn í eins og WalMart.

Strategísk hugsun mikilvæg

Roth nefnir nokkra þætti sem auka verðmæti vörumerkja. Þar á meðal er strategísk hugsun, úthugsuð markaðsfærsla vörumerkis, mörkun sérstöðu þess og tryggð við það. Roth leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að neytendur geti treyst vörumerkjum og fyrirtækjum.

Leitaðu til Cohn & Wolfe

Helstu niðurstöður Brandz-skýrslunnar eru þær að í harðri samkeppni og á tímum flókinna skilaboða verði stjórnendur fyrirtækja að leita nýrrar hugsunar til að festa vörumerki í sessi. Leiðin felst í nýjum almannatengslum og samhæfingu allrar boðmiðlunar innan fyrirtækisins. Hagræði felst í samhæfðri boðmiðlun.

Samhæfð boðmiðlun (e. integrated corporate governance communications) er heildræn og miðlæg stýring allra skilaboða fyrirtækisins, sem dregur úr misvísun skilaboða.

Tilgangurinn með samhæfðri boðmiðlun er að ná samþættingu firmamerkis eða vörumerkis (e. brand integration). Samþætting næst þegar upplifun viðskiptavina er samskonar hvenær og hvar sem þeir mæta merkinu og er hið endanlega markmið boðmiðlunararkitektúrsins (e. communication architecture). 

Kynntu þér ráðgjöf Cohn & Wolfe, lestu úlfaslóðina og sjáðu hvernig kaup á ráðgjöf sérfræðinga getur fest fyrirtækið þitt í sessi. Hafðu samband.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband