Nútíma almannatengsl í gamaldags viðtali
útgefið

Margir telja almannatengla spunameistara sem feli sannleikann á bak við lygavef. Það er heyrir til liðinnar tíðar. Brjánn Jónasson frá Cohn & Wolfe ræddi um nýju almannatengslunum á RÚV. 

Þeir sem hafa fylgst með leiknum sjónvarpsþáttum um útlenska stjórnmálamenn sem stinga mann og annan í bakið til að ná frama hafa eflaust ákveðna hugmynd um hvað almannatenglar gera. Sú hugmynd byggir á því sem við hjá Cohn & Wolfe köllum gömlu almannatengslin. Brjánn Jónasson, ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe krufði nýju almannatengslin í ítarlegu viðtali við RÚV fyrir stuttu.

Í kvikmyndum og skáldskap er stundum dregin upp sú mynd af almannatengslum að þeir séu miklir klækjarefir, meistarar í blekkingum sem villa um fyrir blaðamönnum og almenningi í flóknum lygavef. En raunin er önnur. Hafi sá almannatengill einhvern tíma verið til þá heyrir hann til liðins tíma. Að minnsta kosti hjá almannatengslafyrirtækjum sem vilja taka sig alvarlega og starfa faglega.

Þetta er samt sú mynd sem situr í huga fólks þegar orðið almannatengill kemur fyrir í samtali. Enda var það að einhverju leyti uppleggið að viðtali við Brján í þættinum Hvað ber að gera á Rás 1. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Ævar Kjartansson og Jón Ólafsson, heimspekingur.

Hægt er að hlusta á viðtalið, sem er um 50 mínútur að lengd, í Sarpi RÚV. Þetta er viðtal af gamla skólanum þar sem viðmælandinn fær nægan tíma til að fjalla um málið og spyrlarnir reyndu að velta upp ýmsum áhugaverðum punktum til að ræða.

Sérfræðingar í samskiptum

Í grunninn eru almannatenglar sérfræðingar í boðmiðlun, sérfræðingar í samskiptum. Fyrirtæki leita til almannatengla til að auka skýrleika samskipta við almenning, hluthafa, fjárfesta, fjölmiðla og aðra sem máli skipta fyrir fyrirtækið.

Við hjá Cohn & Wolfe ástundum nútíma almannatengsl. Það er liðin tíð að almannatengsl eigi að snúast um viðbrögð við orðnum atburðum. Í okkar huga eiga almannatengsl að snúast um forvarnir.

Lykillinn að okkar aðferðafræði er einfaldur. Við bendum á það sem vel er gert svo fólk læri að meta gæði. Hvað þýðir það? Ef fyrirtæki sér eigin eiginleika öðruvísi en almenningur er það verkefni almannatengilsins að hjálpa fyrirtækinu að sýna sitt rétta andlit. Almannatengillinn hefur það hlutverk að breyta viðhorfum í jákvæða átt og ná einhverskonar sátt.

Lítil fyrirtæki hafa ekki þau bjargráð sem þarf til að koma sér á framfæri í fjölmiðlum eða svara fyrir erfið mál. Jafnvel stór fyrirtæki með upplýsingafulltrúa og jafnvel heilu samskiptasviðin leita reglulega til utanaðkomandi almannatengla til að aðstoða sig og fá utanaðkomandi sýn á málið.

Ein skýring á þessu er sú að fjölmiðlaheimurinn er sífellt að verða flóknari. Fyrir ekki svo löngu stóðu nokkrir risavaxnir fjölmiðlar einir á markaðinum og samskipti við þá voru í einhverjum tilvikum vel á færi forsvarsmanna fyrirtækja. Í dag eru starfandi 141 fjölmiðill samkvæmt nýjustu talningu Fjölmiðlanefndar. Það er ekki fyrir hvern sem er að henda reiður á þessu öllu.

Það er ekki spurning um hvern þú þekkir

Við hjá Cohn & Wolfe vinnum alltaf faglega. Við fáum reglulega spurninguna „hvern þekkið þið á fjölmiðlunum“. Við svörum alltaf eins. Við þekkjum marga, en það skiptir ekki máli. Við notum ekki kunningsskap við fjölmiðlamenn til að koma efni í fjölmiðla. Það væri ófaglegt og siðlaust.

Við þekkjum hins vegar fjölmiðlamarkaðinn vel og þá sem þar vinna. Við vitum hver hefur áhuga á ákveðnum málaflokkum og hver fjallar reglulega um ákveðin málefni. Það notum við okkur þegar við erum að vinna fyrir viðskiptavini okkar. Við gerum það ekki með því að höfða til kunningsskapar heldur komum við efni sem við teljum að geti höfðað til einhverra ákveðinna blaðamanna til þeirra í þeirri von að þeir séu sammála okkur um að efnið sé fréttnæmt og eigi erindi við almenning.

Þeir sem vilja frekari innsýn inn í almannatengslin eins og við hjá Cohn & Wolfe sjáum þau ættu að hella kaffi í bollann, koma sér vel fyrir og hlusta á þáttinn Hvað ber að gera.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »