Þögnin tilheyrir fortíðinni
útgefið

Fólk er alltaf að sjá eftir  einhverju, afsaka sig. Iðrast, biðjast fyrirgefningar. Það er engu líkara en að það sé komið í tísku að vilja gera betur. 

Eftirsjáin og viljinn til að bæta sig er mikilvægur á tímum nútíma miðlunar. Lítið má bregða út af. Þögnin spillir fyrir. En röng skilaboð geta gert illt verra og eyðilagt orðspor fyrirtækis. 

Gleymdu gamla PR-inu

Samkvæmt gömlu almannatengslunum var þögnin best. Hún átti að skila mestu. En sá tími er liðinn. Enda leiðir þögnin til þess að vont ástand verður verra. Krísan dýpkar og leiðin til baka þyrnum stráð. Þögnin er slæm.

Þögnin leiðir fyrirtækið inn í krísu. Röng skilaboð fara á kreik, keppinautar gerast heimildamenn fjölmiðla. 

Þögnin tilheyrir fortíðinni. Nú er mikilvægt að móta viðbrögðin og viljann til að gera betur í samráði við sérfræðinga, ráðgjafa. Þeir vita að í stað þagnar er betra að stíga fram og stýra umræðunni. 

Skapaðu skilning

Hjá alþjóðlega fyrirtækinu Cohn & Wolfe vinna sérfræðingar á sviði boðmiðlunar og samskipta, uppbyggingu vörumerkja og orðspors fyrirtækja. Cohn & Wolfe grundvallar sérfræðiaðstoð sína á aðferðafræðilegri nálgun boðmiðlunar. Sérfræðingar Cohn & Wolfe hafa kunnáttu til að nýta þekkingu í þágu þriðja aðila með því að skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja til um árangur og benda á aðgerðir til úrbóta. 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »