Viðskiptavinir vilja samhæfingu
útgefið

Samhæfð miðlun Cohn & Wolfe sannaði sig á síðasta ári og hafa viðskiptavinir fyrirtækisins í auknum mæli óskað eftir að tólum miðlunarinnar verði beitt í vöruþróun þeirra og markaðssetningu.

Þetta skilaði sér í því að tekjur Cohn & Wolfe námu 200 milljónum dala um heim allan á síðasta ári og var það 25% aukning á milli ára. Helmingur tekna fyrirtækisins koma frá Bandaríkjunum.

Donna Imperato, forstjóri Cohn & Wolfe, segir síðasta ár hafa verið frábært og árangurinn framar hennar björtustu vonum.

Imperato segir að á þessu ári verði sótt á Asíumarkað af meiri krafti en áður. Angelina Ong hefur verið ráðin sem yfirmaður Cohn & Wolfe í álfunni. Hún var áður yfirmaður hjá Burson-Marsteller, sem er systurfyrirtæki Cohn & Wolfe innan WPP-samstæðunnar. Fleiri markaðssvæði eru jafnframt í kastljósinu hjá Cohn & Wolfe.

Imperato segir í samtali við netmiðilinn PRWeek að áherslan á þessu ári verði á mannaráðningar, þ.e. að ráða hæfasta fólkið til vinnu hjá Cohn & Wolfe.

Cohn & Wolfe er með skrifstofur víða um heim. Þar á meðal í Reykjavík. Starfsmenn eru 1.200 talsins. Þar af um tíu hér á landi. Cohn & Wolfe er í eigu fyrirtækjasamstæðunnar WPP, einnar stærstu almannatengsla- og markaðsskrifstofu í heimi. Samgangur er á milli fyrirtækjanna og leita starfsmenn Cohn & Wolfe í Reykjavík til starfsfélaga sinna í öðrum löndum um heim allan ef á þarf að halda.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »