Þorir þú að bjóða mér í heimsókn?
útgefið

Það er hollt að velta fyrir sér orðinu kurteisi. Boðskiptalega séð er kurteisi grunnhugtak, skilgreint sem forsenda í stefnulegri áætlun sem „háttur“. Hátturinn er fyrir siðasakir, þ.e. hann ákvarðast af gildum og siðum sem ráðandi eru.

Átakafælin kurteisi byggist á ótta. Hér er kurteisin sprottin af annað hvort undirliggjandi siðferðisgildum eða átakafælni. 

Sumir vilja ekki hefja samtöl vegna ótta og átakafælni. Sumt fólk vill frekar bregðast við sé á það ráðist. Það er oftast tilbúið í vörn. Í stað þess að hefja samtalið bíður viðkomandi með svörin á reiðum höndum.

Ágætt er að nota hóptilfinningu sem lýsingu á takmörkum mannasiða í stað t.d. landsvæða. Þar er hver og einn maður minnsta tillits-einingin. 

Þegar tveir einstaklingar frá sínu menningarsvæðinu hvor hittast þá skarast tveir heimar. Þar skarast heimur A við B og B við A. Það má alveg setja trúarhópa inn fyrir gildin. Kristinn fyrir A og múslimi fyrir B eða öfugt. 

Hugtakið kurteisi getur tekið breytingum við þetta. Hér er ekki hægt að forðast átök. Þú getur alltaf sleppt því að bjóða í heimsókn.

Við hjá Cohn & Wolfe skoðum alltaf málið og bjóðum öllum í heimsókn.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »