Ráðherrar eiga að leita til ráðgjafa
útgefið

Einn þeirra lærdóma sem draga má af lekamálinu er að ráðherrar þurfa reynda ráðgjafa til að vega upp á móti reynsluleysi sínu. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.

Tryggvi var gestur þáttarins Viðtalið í Ríkissjónvarpinu og ræddi þar um ýmsa þætti starfsins.

Hann sagði meðal annars kynslóðaskipti hafa orðið á þeim sem komi til starfa sem ráðherrar. Fólkið hafi oft á tíðum ekki mikla samfélagsreynslu, litla reynslu af atvinnulífinu, enga af þingstörfum og enga af þeim samskiptum sem þarf til að koma málum í gegnum stjórnsýsluna

Tryggvi sagði mikilvægt að búa ráðherrum betri aðstöðu til að rækja sín störf.Þeir þurfi að fá með sér aðstoðarmenn eða sérfræðinga í þessi viðfangsefni til að bæta upp skort í þjálfun og þekkingu ráðherranna. Slíkir aðstoðarmenn eða ráðgjafar væru trúnaðarmenn ráðherra og geti þeir veitt þeim hlutlausa ráðgjöf í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. 

Ráðuneyti keyptu ráðgjöf

Fram hefur komið í fjölmiðlum að tvö ráðuneyti og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt rúmar sex milljónir króna samtals fyrir ýmsa ráðgjöf. 

Fyrirferðamesta málið voru kaup innanríkisráðuneytisins á ráðgjöf markaðsstofunnar Argusar í tengslum við lekamálið svokallaða. Lögreglan leitaði jafnframt ráðgjafar hjá almannatengslafyrirtækinu KOM í tengslum við sama mál og vegna skýrslu um búsáhaldabyltinguna. 

Til viðbótar sagði fréttastofa Ríkissjónvarpsins frá því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafi jafnframt keypt ráðgjöf hjá auglýsingastofunni Árnason vegna kynningar á kvótafrumvarpinu og hjá fyrirtækinu Íslenskri framleiðslu í tvígang fyrir ráðgjöf í tengslum við frumvarp um náttúrupassa. Samanlagður kostnaður vegna ráðgjafar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nam rúmum 1,2 milljónum króna.

Kanntu að kaupa ráðgjöf?

Það getur verið skynsamleg nýting á opinberu fé jafnt sem fjármunum einstaklinga að kaupa sérfræðiþjónustu. Það getur átt við um kaup á þjónustu almannatengla, lögfræðiþjónustu, fjármálaþjónustu, tækniráðgjöf eða aðra sérfræðiþjónustu. 

Það er sjálfsagt og eðlilegt að borga fyrir þjónustu sérfræðinga. En gæta verður þess að greiða fyrir þjónustu sem miðast viðfangsefnið eða vandamálið hverju sinni. 

Það þarf kunnáttu og þekkingu til að kaupa sérfræðiþjónustu og leita til réttra ráðgjafa. Kaup á ráðgjöf fagmanna er merki um gæði. En það er líka forvörn. Maður sem fer til læknis áður en hann verður veikur getur fengið bólusetningu og sloppið við því að verða fórnarlamb faraldurs. 

Setja má fjárfestingu í almannatengslum undir sama hatt og kaup á tryggingum og öryggisbúnaði. Reglulegur fréttaflutningur og tíð samskipti við almenning er fjárfesting til langs tíma.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en

smelltu og lestu »

Geta gert sáttmála um samtalið

Samfélagið allt virðist loga í illdeilum og geta átökin borist inn á vinnustaðinn Það getur snúist í höndunum á fyrirtækjum að taka afstöðu í hitamálum Grundvallarreglur geta bætt samskiptin Greina má merki um vaxandi spennu í samfélaginu og virðast ótal deilumál hafa náð að skipta landsmönnum í andstæðar fylkingar. Nú síðast hafa átökin á milli

smelltu og lestu »
setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Setur stjórnendur í mjög erfiða stöðu

Ef upp kemst um óviðeigandi hegðun eða brot starfsmanns gæti þurft aðstoð óháðra sérfræðinga Til að finna farsæla lausn þarf heiðarlegt samtal að geta átt sér stað Engin tvö tilvik eru eins Því miður líður varla sú vika að ekki berast fréttir af óviðeigandi hegðun og jafnvel kynferðisbrotum einstaklinga sem ýmist eru í áhrifastöðum í

smelltu og lestu »