PRWeek tilnefnir Cohn & Wolfe til fjölda verðlauna
útgefið

Cohn & Wolfe og systurfyrirtæki innan WPP-samsteypunnar eru tilnefnd til verðlauna hjá PRWeek. Aðalforstjóri Cohn & Wolfe keppir um titilinn fagmaður ársins.

Niðurstöður PRWeek verða kynntar við hátíðlega athöfn í New York 19. mars næstkomandi.

Í fyrra valdi PRWeek Cohn & Wolfe sem almannatengslafyrirtæki ársins

Cohn & Wolfe  og Burson-Marsteller  eru meðal annars tilnefnd sem almannatengslafyrirtæki ársins (af stóru fyrirtækjunum vestanhafs). Cohn & Wolfe er auk þess tilnefnt fyrir markaðsherferð ársins sem unnin var fyrir Panasonic og er með Burson-Marsteller  í flokki fjárfestatengsla. 

Á meðal annarra fyrirtækja sem eru í eigu WPP-samsteypunnar sem PRWeek tilnefnir eru Grey, GCI Health og Ogilvy Public Relations en síðasttalda fyrirtækið er tilnefnt til fjölda verðlauna. 

Cohn Wolfe hefur starfrækt útibú á Íslandi frá árinu 2003 og vinnur náið með systurfyrirtækjum innan WPP-samsteypunnar. Cohn Wolfe rekur 55 skrifstofur í 34 löndum um allan heim. Ísland á sæti í þróunarstjórn Cohn & Wolfe  og nýtur aðferðafræðilegs þróunarleyfis innan samsteypunnar. Það þýðir að sú hugmyndafræði sem er þróun á Íslandi ratar í verkfærakistur Cohn & Wolfe  um allan heim.  

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »