Passað upp á orðsporið
útgefið

Orðsporið er dýrmætt og byggir á heilindum, heiðarleika og trausti. En orðsporið er líka viðkvæmt  enda beint samhengi á milli orða og athafna. Orðsporið verður til á löngum tíma og viðhald þess krefst þolinmæði. En stuttan tíma getur tekið að glutra öllu niður á Facebook, Twitter og Snapchat.

Margir eru komnir með snjallsíma sem búnir eru smáforritum sem gera eiganda símans kleift að vera bæði fréttamaður, fréttastofa, útgefandi og miðla upplýsingum sem hann safnar saman áfram um netheima með þeim fjölda samskiptaforrita sem til eru. Og netheimurinn gleymir engu. Þeir geta því verið ansi óheppnir sem hafa ekki áttað sig á því að gamli borðsíminn heyrir sögunni til og hætt sé við því að næsti maður á barnum eða í röðinni við búðarkassann sé með síma í vasanum sem gerir honum kleift að eiga í samskiptum við þúsund manns með nokkrum smellum.

Boðflennur í partíi

Þær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúar Framsóknarflokksins, fengu heldur betur að kenna á því í september þegar þær ásamt nokkrum flokkssystrum sínum gerðust boðflennur í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands  föstudagskvöld eitt seint í september. Málið rataði í fjölmiðla enda virtust þær flokkssystur hafa látið allt gossa í mynd, bæði í tengslum við störf sín sem borgarfulltrúar og moskumálið svokallaða sem kom upp í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga.

Að missa út úr sér…

Þær Sveinbjörg og Guðfinna eru auðvitað ekki einar um að vera ekki á varðbergi í tæknivæddri veröld. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi Repúblikana í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, var svo óheppinn á fundi þar sem hann var að afla fjár fyrir framboð sitt í maí árið 2012 að segja að stór hluti þeirra sem kosið hafi Barack Obama sem forseta hafi þegið bætur og ekki greitt tekjuskatt. Hvað svo sem Romney átti við þá voru ummæli hans, sem voru heldur betur óheppileg, tekin upp með myndavél á snjallsíma.

Nútíminn er ekki handan við hornið. Hann er kominn. Þeir sem vilja gæta að dýrmætu orðspori sínu þurfa að læra að þeir búa í sítengdum heimi.

Hlutverki nútíma almannatengsla að gefa rétta mynd af starfsemi fyrirtækis eða öðrum kosti hjálpa fyrirtækinu að þróa starfsemi sína í æskilega átt. Cohn & Wolfe er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði boðmiðlunarráðgjafar sem grundvallar sérfræðiaðstoð sína á aðferðafræðilegri nálgun boðmiðlunar og vinnur að uppbyggingu vörumerkja og orðspors á nýstárlegan hátt. Stefna Cohn & Wolfe er að nýta þekkingu sína til að ná fram áþreifanlegum árangri.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband