Öðru hvoru fáum við hjá Cohn & Wolfe heimsókn frá stúdentum og öðrum þeim aðilum sem hafa áhuga á boðskiptafræðum. Fyrir nokkru komu nemendur í boðskiptafræðum við Emerson-háskólann í Boston í heimsókn.
Gregory Payne, stundakennari við boðskiptafræðideild skólans fór fyrir hópnum sem samanstóð af honum og tíu nemendum hans sem vildu kynna sér hvernig þessum málum er háttað hérlendis.
Hópurinn hitti starfsmenn Cohn & Wolfe og fékk innsýn í helstu starfsaðferðir fyrirtækisins. Þar var áhersla lögð á að benda á sérstöðu útibússins á Íslandi, veita nemendunum lýðfræðilegar upplýsingar og benda á gríðarleg netnotkun Íslendinga og veru á samfélagsmiðlum.
Á Íslandi eru ríflega 203.260 prófílar á Facebook sem gera tæplega ¾ hluta þjóðarinnar. Af þeim eru 60% notaðir daglega.
Hópurinn var einnig kynntur fyrir íslensku nýyrði sem smíðað var af Cohn & Wolfe til að útskýra eina af aðalorsökum þess að hér varð efnahagshrun haustið 2008.
Þetta er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins þar sem orð og hugtök eru skilgreind til að fanga merkingu fyrirbæranna frá staðbundnu sjónarhorni.
Á íslensku heitir fyrrnefnt nýyrði, „siðglöp“, og hefur það nú þegar ratað inn í nýyrðaorðabók. Orðið er erfitt að þýða þótt sú hindrun hafi verið yfirstigin með hjálp dr. Gauta Kristmannssonar, lektors í þýðingarfræðum við Háskóla Íslands. Orðið merkir að með siðferðilegum einfeldningshætti geti fólk ómeðvitað tekið ákvarðanir sem siðferðilega upplýst og ábyrgðarfullt fólk myndi ekki taka. Enda hafi þessar ákvarðanir hræðilegar afleiðingar.
Nemendurnir deildu þeirri sýn með starfsmönnum Cohn & Wolfe að þetta væri gott vinnuheiti fyrir margar af þeim aðstæðum sem komið geta upp þegar samskipti eru annars vegar og sögðust taka hugtakið „siðglöp“ með sér heim til Boston.
Skilgreiningar eins og þessar eru mikilvægur hluti af starfsemi Cohn og Wolfe á Íslandi. Skilgreiningarnar eru notaðar til að þróa og ákvarða samskipti sem taka útgangspunkt í tengslaformúlu fyrirtækisins sem starfsmenn þess hafa þróað undanfarin ár.
Að lokum viljum við þakka nemendunum við Emerson-háskólann fyrir gagnlegar samræður og samanburð á samskiptamódelum Evrópu, Norður-Ameríku og Norðurlandanna.