Cohn & Wolfe BPG landar risasamningi við Sony Mobile
útgefið

Cohn & Wolfe bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni sem fjarskiptafyrirtækið Sony Mobile stóð fyrir í tengslum við markaðsátak í Mið-Austurlöndum. Markmið átaksins er að stórauka markaðshlutdeild fyrirtækisins á þessu markaðssvæði, eða um 100%.

Ghita Ghaemmaghami, yfirmaður samskiptasviðs Sony Mobile, sagði þegar ljóst varð að Cohn & Wolfe hafði hreppt verkefnið. „Við vorum mjög ánægð með þær hugmyndir og áherslur sem teymið frá Cohn & Wolfe kynnti okkur. Þær endurspegluðu ríkan skilning á starfsemi okkar og meginmarkmiðum. Við hlökkum til samstarfsins við fyrirtækið og erum þess fullviss að það verði farsælt nú þegar markaðssókn okkar fyrir svæðið verður ýtt úr vör og nýjar vörur verða kynntar fyrir neytendum.

Kevin Hasler, framkvæmdastjóri Cohn & Wolfe, lýsti einnig yfir tilhlökkun og áhuga á samstarfinu: „Fjarskiptafyrirtækið Sony Mobile er eitt framsæknasta og áhugaverðasta fyrirtækið á fjarskiptamarkaði og við erum stolt af því að hafa verið valin til þess að sjá um almannatengsl og markaðsmál fyrir fyrirtækið í þessum heimshluta.“

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »