Tvær leiðir til mörkunar. Tvær skilgreiningar – báðar gildar?
útgefið

Gróflega talið eru tvær leiðir fram á við til aukinnar hlutdeildar á markaði. Við getum lækkað verð – sem er gott ef skýr stefna leiðir þá ákvörðun.

Við þurfum hinsvegar að gera okkur grein fyrir því að erfitt gæti reynst að hækka verð aftur.

Skilgreining 1: Fullmótuð mörkun. Skilgreining ráðgjafafyrirtækja sem vinna að lausn ósértækra vandamála (Cohn & Wolfe aðferðin): Skynheild vörumerkisins (heild allra einkenna), þar á meðal tilfinningalegir og samfélagslegir þættir þess, auk sjáanlegra og áþreifanlegra eiginleika.

Semsagt þessi aðferð byggir á ekki aðeins á grafískri hönnun eins og skilja má skilgreiningu tvö hér að neðan.

Markmiðabundið ferli til verðbreytinga er jafn áhugvert og ferli mörkunar. Margar ágætar aðferðir eru í boði fyrir verðlækkun eða verðhækkun. Ef leið til lækkunar á verði hentar ekki má velja þá leið að skapa meiningu með því sem við seljum.

Eða skapa því eigið líf og tengsl við félagsleg gildi mannlífsins og þannig mynda hóptilfinningar um það sem við seljum í þeim tilgangi að hækka verð – sem er líka gott – ef það er rétt verð. Allt er þetta spurning um rétta greiningu og þá stefnu sem menn vilja taka.

Skilgreining 2: Hlutamótuð mörkun. Skilgreining auglýsingastofa sem selja sértækar lausnir: Grafískt kerfi til að bera kennsl á vöru eða þjónustu, hvort sem um einstaka vöru/þjónustu er að ræða eða fleiri tengdar vörur/þjónustu.

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »