Sagt er að neytendur vilji bara sjá, finna og upplifa – og ekkert annað. Margir vilja meina að enginn lesi langa texta og enginn nenni að hlusta á langt mál.
Það er ekki nema von að þessu sé haldið fram ef þeir sem það gera eru þeir sömu og fylla þennan hóp sem nennir ekki að lesa og hlusta.
Þetta er alrangt og hefur verið það frá upphafi rannsókna á efninu. Munur á leshæfni texta frá 50 orðum til 500 orða eru bara nokkur prósent. Neytendur lesa langan texta – ef hann er áhugaverður fyrir þá. Neytendur hlusta á langt mál – ef það er áhugavert fyrir þá.