Leiðandi hugsun heldur utan um útgefin verk, stefnumótanir (hvítblöð), álitsgerðir, hagnýtar athuganir og önnur leiðandi rannsóknir á okkar vegum. Sannkallaður þekkingarbrunnur sem veitir þér nýja og ferska sýn á nær óendanlega möguleika skapandi boðskipta.
Úlfaslóðin er stofubloggið okkar, sneisafullt af áhugaverðum pælingum og innskotum frá stofunum okkar víðsvegar um heiminn.
Við höfum ákveðnar hugmyndir um hugmyndir. Auðvitað. Við teljum nefnilega að það sé alveg á hreinu að hugmyndir séu ekki gripnar úr lausu lofti. Hugmyndir spretta af fræjum sem er sáð og við erum rosalega dugleg í að sá fræjum. Við gefum okkur tíma til þess á nánast hverjum einasta degi. Þó er ekki þar með sagt að við hrópum ekki stundum upp yfir okkur þegar góðri hugmynd skýtur upp í kollinn á okkur – þessar stundir þegar við segjum upphátt „auðvitað“. En við gerum okkur grein fyrir því að þekkingin barnar skilaboðin og að hugmyndin er forsendan fyrir formgerð skilaboðanna.
Sjáðu til. Vegna þess að við erum alþjóðlegt fyrirtæki og við tileinkum okkur aðferðafræðilega nálgun á viðfangsefnum, þá ráðum við yfir gríðarlegu magni af upplýsingum… allskonar rannsóknum sem við nýtum okkar þekkingu til að breyta í aðgengilegt efni – grundvallað á markmiðum, stefnu og kunnáttu. Við köfum djúpt í huga okkar og finnum huldar tengingar sem nýtast til að draga fram hugmyndirnar. Við þekkjum þetta ferli og sjáum það að verki á hverjum degi. Það er líka þess vegna sem allt fellur á sinn stað hjá okkur. Það er þess vegna sem við erum fljót að vinna og það er þess vegna sem við erum góðir ráðgjafar.