Sjálfbærni
útgefið

Fólk + Hnöttur + Hagnaður = ORÐSPOR

Sjálfbær þróun er ekki bara enn eitt verkefnið sem heyrir undir samfélagslega ábyrgð, heldur kjarninn í nútímaviðskiptum. Þrenningin fólk, hnöttur og hagnaður er það viðmið sem við byggjum framtíð okkar á.

Almenningur, ásamt ráðamönnum víðsvegar í heiminum, krefst í síauknum mæli sjálfbærra viðskiptahátta af fyrirtækjum. Ef fram heldur sem horfir vex athygli fjölmiðla á regluverkinu og þeim alþjóðlegu fyrirtækjum fer fjölgandi sem krefja birgja sína og dreifingaraðila um vottun samkvæmt stöðlum sjálfbærrar þróunar.

Sjálfbær þróun er yfirgripsmikið ferli sem kvíslast um öll stig framleiðslunnar. Það teygir sig því lengra en að vörunni, markaðsfærslunni eða fyrirheitum um samfélagslega ábyrgð. Reyndar er það svo að samfara auknum væntingum neytenda, og sívaxandi aðhaldi opinberra eftirlitsaðila og frjálsra félaga- og neytendasamtaka, kemur sífellt betur í ljós hversu vandmeðfarin sjálfbær þróun getur reynst fyrirtækjum í framkvæmd.

Boðskipti gegna lykilhlutverki í framkvæmd sjálfbærrar þróunar.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband