Orka
útgefið

Fólk + Hnöttur + Hagnaður = ORÐSPOR

Fyrirtæki innan orkuiðnaðarins eru í sviðsljósinu sem aldrei fyrr undir vökulum augum stjórnvalda, fjölmiðla og almennings. Frjáls félagasamtök og náttúruverndarsinnar krefjast aðgerða gegn hlýnun jarðar og neytendur hafa fengið sig fullsadda af hækkandi orkuverði til reksturs heimila og farartækja.

Hjá Cohn & Wolfe er starfandi sérfræðingateymi á sviði orkumála sem veitir fyrirtækjum um heim allan aðstoð í samskiptum þeirra við hlutaðeigandi aðila, s.s. ríkisstjórnir, atvinnurekendur, neytendur, frjáls félagasamtök og fjölmiðla. Teymið hefur víðtæka reynslu af orkumálum í öllu sínu margbrotna veldi, hvort heldur þau lúta að hefðbundnu eða lífrænu eldsneyti eða öðrum orkugjöfum eins og sólar-, vind- og vatnsorku. Við erum tilbúin að aðstoða fyrirtæki á þessu sviði við að byggja upp leiðir til árangursríkra boðskipta.

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »