Ætti utanaðkomandi að sjá um samfélagsmiðla fyrirtækisins?
útgefið

Það eru ábyggilega margir stjórnendur sem velta því fyrir sér hver sé best til þess fallinn að sjá um samfélagsmiðla fyrirtækisins. Er það starfsmaður sem þekkir vel til fyrirtækisins eða ætti að fá einhvern utanaðkomandi?

Með síaukinni notkun samfélagsmiðla bæði meðal almennings og fyrirtækja verður sú spurning áleitin hvort fyrirtæki eigi að tileinka sér tæknina, hverjir eigi að sjá um að uppfæra stöðuuppfærslur og hvað eigi í raun og veru að segja á þessum miðlum. Hvað á t.d. að gera á Twitter og Facebook svo dæmi sé tekið?

Í raun skiptir ekki máli um hvaða fyrirtæki ræðir. Alltaf þurfa stjórnendur að hafa í huga hvað gera þurfi þegar vara fyrirtækis eða þjónusta er færð upp á næsta stig.

Stjórnendur og framkvæmdastjórar þurfa einnig að huga að því hvaða brögðum samkeppnisaðilar beita og hvort þeir notist við samfélagsmiðla til að eiga í samskiptum við viðskiptavini sína. Stjórnendur þurfa t.d. að ákveða hvort ráða eigi starfsmann til að gegna þessu starfi eða fá almannatengslafyrirtæki  til að sinna þessu.

Hægt er að taka tvö dæmi. Segjum að stjórnandi hjá fyrirtæki X ráði starfsmann sem kostar 3,5 milljónir á ári. Hinn kosturinn er að ráða fyrirtæki sem annast verkefnið fyrir sömu upphæð.

Það að ráða starfsmann hefur í för með sér ýmis útgjöld. Það þarf að borga skatta og launatengd gjöld, tryggingar, útvega honum vinnuaðstöðu, veita honum þjálfun og standa straum af þeim kostnaði sem til fellur vegna veikinda hans og sumarfría.

Á hinn bóginn þarf ekkert af þessu verði almannatengslafyrirtæki fyrir valinu. Auk þess sem stofan veitir ýmsa þjónustu í krafti stærðar sinnar sem varla er á færi eins manns. Í því geta falist boðmiðlun á net- og samfélagsmiðlum, fjölmiðlarannsóknir, áætlanagerð, ýmis hönnunarvinna, gerð myndefnis, almannatengsl og undirbúningur og framkvæmd herferða, greining, túlkun og miðlun.

Fyrirtæki nýti sér samvirknina

Vel heppnuð herferð felur í sér þá þætti sem nefndir eru hér að ofan og eru varla á færi eins manns ef vel á að vera. Með því að ráða stofuna hinsvegar nýta fyrirtæki sér þá sérhæfingu og samvirkni sem mannauður hennar veitir.

Það getur líka reynst fyrirtækjum dýrkeypt, einkum komi upp krísur eða alvarleg mál, að hafa ekki starfsmann sem getur brugðist hratt og fumlaust við áskorunum. Hvað gera fyrirtæki sé starfsmaður veikur eða í fríi?

Hafi stjórnendur ákveðið að velja almannatengslafyrirtæki frekar en nýjan starfsmann er mikilvægt að kynna sér vel slík fyrirtæki áður en ákvörðun er tekin.

Hver er saga fyrirtækisins, reynsla og þekking starfsmanna, bakgrunnur, aðferðafræði og verklag, tengslanet og samstarfsaðilar.

Kynntu þér málið hjá Cohn og Wolfe vanti fyrirtækið þitt fagráðgjöf í boðmiðlun og almannatengslum.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband