Guðjón Heiðar Pálson | Cohn & Wolfe Íslandi
Gæt­um nýtt fag­for­stjóra bet­ur
útgefið

Guðjón Heiðar Páls­son seg­ir ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um hætta til að velja sk. geira­for­stjóra frek­ar en fag­for­stjóra til að stýra rekstr­in­um. „Þekk­ing­ar­lega stend­ur þó fag­for­stjór­inn skör­inni hærra en geira­for­stjór­inn, enda hef­ur fag­for­stjór­inn menntað sig sér­stak­lega með ein­hverj­um hætti til að gegna starf­inu.“

Viðtal Ásgeirs Ingvarssonar við Guðjón Heiðar birtist fyrst á mbl.is

Geira­for­stjóri, í þessu til­viki, er stjórn­andi sem klifr­ar upp met­orðastig­ann í til­tekn­um geira en er ekki með mikla stjórn­un­ar­mennt­un. „Þetta eru af­burðamann­eskj­ur sem henta vel til að gegna t.d. stöðu fram­kvæmda­stjóra til­tek­ins sviða og nýta þar sérþekk­ingu sína s.s. á sviði fjár­mála, verk­fræði eða sölu, en þetta er ekki endi­lega hæf­asta fólkið til að fylla í skarðið þegar for­stjóra­stóll­inn losn­ar. Samt er al­gengt á Íslandi að velja úr röðum fram­kvæmda- og sviðsstjóra þegar manna þarf for­stjóra­stöður,“ seg­ir Guðjón Heiðar. „Ástæðan er sú að þar sem þetta fólk þekk­ir geir­ann og fyr­ir­tækið vel þykir það af þeim sök­um hæf­ast til að leiða rekst­ur­inn. Vissu­lega get­ur það verið rétt mat að þetta fólk geti stýrt fyr­ir­tæk­inu, en get­ur það leitt rekst­ur­inn í anda þjón­andi for­ystu til móts við nýja og sí­breyti­lega tíma? Það get­ur fag­for­stjór­inn gert.“

Þarf per­sónutöfra og næmi

Guðjón Heiðar, sem er fram­kvæmda­stjóri BCW, Bur­son Cohn & Wol­fe Íslandi, seg­ir grund­vall­armun á því að stýra sér­hæfðu sviði og halda utan um stefnu heils fyr­ir­tæk­is. „Fag­for­stjóri get­ur gengið inn í hvaða fyr­ir­tæki sem er, fengið alla starfs­menn á sitt band og leitt rekst­ur­inn í sam­ræmi við stefnu­lega áætl­un. Hann þarf ekki að hafa reynslu af sjó­mennsku til að geta stýrt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eða vera verk­fræðing­ur til að geta stýrt vega­gerð. Fag­for­stjór­inn þekk­ir lög­mál stefnu­legr­ar nálg­un­ar, þekk­ir sam­virkni á hverju stigi og á milli stiga, og hlut­verk hans geng­ur að stóru leyti út á þjón­andi for­ystu,“ seg­ir Guðjón Heiðar og bæt­ir við að lausn lít­ill­ar þjóðar á vönt­un á for­stjór­um geti verið fólg­in í fag­for­stjór­an­um.

Fag­for­stjór­inn, seg­ir Guðjón Heiðar, ræður síðan til fyr­ir­tæk­is­ins fram­kvæmda­stjóra sem hafa dýpri þekk­ingu á ólík­um sviðum rekstr­ar­ins. „Fag­for­stjór­inn get­ur leitt ótak­markaðan fjölda af sér­hæfðu starfs­fólki án þess að hafa nokkuð þekk­ing­ar­legt for­skot á þeim til­teknu sviðum sem sér­fræðing­arn­ir fást við, á meðan fram­kvæmda­stjór­inn, stjórn­and­inn, þarf að vita jafn­mikið og all­ir sem hann stjórn­ar – og a.m.k. einu meira.“

Einnig þarf fag­for­stjór­inn að búa yfir tölu­verðum hæfi­leik­um í mann­leg­um sam­skipt­um. „Nauðsyn­legt er að hann hafi mikla per­sónutöfra og sé næm­ur á vellíðan og van­líðan starfs­manna. Hann nýt­ir þann breyti­leika sem má finna inn­an starfs­manna­hóps­ins til að efla heild­ina og dreg­ur um leið fram það sem hver og einn er best­ur í. Hann treyst­ir líka starfs­fólki sínu, sam­virkni og sam­skipt­um þeirra í milli.“

Þurfa vett­vang og fræðslu

En er þá ekki allt sem þarf, til að geta kall­ast góður fag­for­stjóri, að vera með MBA-gráðu? „Í dag virðast marg­ar MBA-náms­braut­ir vera ótta­leg hraðsuða í rekstr­ar­fræðum en lítið kafað ofan í hirðingj­a­hlut­verk for­stjór­ans. MBA-nám er ekki lyk­ill­inn held­ur vilj­inn til verka; að skilja stefnu­lega hugs­un og aðferðafræði vandaðrar stjórn­un­ar.“

Gæti hjálpað, að sögn Guðjóns Heiðars, að setja á lagg­irn­ar sér­stak­an vett­vang fyr­ir fag­for­stjóra. „For­stjór­ar eiga erfitt með að leita sér stuðnings inni í fyr­ir­tæk­inu því það get­ur skaðað trú­verðug­leika þeirra. Þeir þurfa því að ná sér í stuðning og styrk utan rekstr­ar­ins en á Íslandi er sá vett­vang­ur lít­ill og van­mátt­ug­ur,“ út­skýr­ir Guðjón Heiðar. „Hjá Bur­son Cohn & Wol­fe erum við að skapa slík­an vett­vang þar sem for­stjór­ar geta leitað í sarp inn­lendra og er­lendra ráðgjafa og fræðst um nýj­ustu stefn­ur og strauma og haft stað til að skipt­ast með óform­leg­um hætti á skoðunum við aðra fag­for­stjóra.“

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »