silver iPhone 6 with black case close-up photography
Tæknimiðlun: Farsími sem mælir kaloríufjölda máltíða
útgefið

Nýr sameindarskanni í farsíma mælir efnisþætti áþreifanlegra hluta sem þýðir að skanninn getur mælt líkamsfitu einstaklinga, kaloríufjölda máltíða og hvort að lyfin sem þér voru úthlutuð séu hin réttu.

Kínverski snjallsímaframleiðandinn Changhong hefur nú þróað sérstakan snjallsíma að nafni Changhong H2, sem ólíkt öðrum, er með innbyggðum sameindarskanna.

Sérstakt app er halað niður í snjallsímann. Allar upplýsingar um vöruna birtast þegar búið er að velja vöruflokk eins og ávexti, grænmeti, sælgæti, bakkelsi, lyf o.s.frv.. Eftir að viðeigandi flokkur hefur verið valinn er tekin mynd af þeim hlut sem á að mæla. Mælingarnar birtast síðan í appinu með allskyns áhugaverðum upplýsingum, m.a. um saltmagn, sykurmagn og kaloríufjölda.

Mögulegt er að sjá hversu margar kaloríur eru í ísnum sem þú ert að borða eða hvaða jarðaber eru sætust í búðinni.

Snjallsíminn með sameindarskannanum getur auðveldað mörgum lífið, þá sér í lagi þeim með fæðuóþol eða þeim sem taka lyf.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband