Litur ársins 2018
útgefið

Við hjá Cohn & Wolfe veðjum á að Ultra Violet verði litur ársins 2018. Þessi litur hefur margt að segja. Hann miðlar frumleika, hugvitssemi og framúrstefnulegri hugsun sem vísar til framtíðar.

Ultra Violet – sem gæti kallast öfga fjólublár á íslensku – er flókinn litur og íhugull. Hann gefur til kynna óræðar víddir alheimsins og forvitni um það sem fram undan er ásamt uppgötvunum um hvar við stöndum í dag. Liturinn vísar til næturhiminsins sem er táknrænn um hvað gæti verið framundan og þrá til að kanna aðra heima en okkar eigin.

Hinir flóknu fjólubláu litir hafa alltaf verið tákn hliðarmenningar, frjálslyndis og listrænnar snilligáfu. Tónlistarmennirnir Prince, David Bowie og Jimi Hendrix tóku litinn upp á eigin arma og gerðu úr honum ódauðleg listaverk.

Í gegnum aldirnar hefur fjólublár verið tengdur andlegum málum. Fjólublár er litur aðventunnar og hann er nátengdur núvitund.

Ultra Violet verður litur ársins og mun veita fólki allskyns innblástur á nýju ári.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »