Greitt fyrir hugtak en ekki handtak
útgefið

Mikið er talað um það að dregið hafi úr eftirspurn og að heimshagkerfið hafi ekki tekið við sér eins og vonir stóðu til í kjölfar fjármálakreppunnar. En hver ætli ástæðan sé fyrir því?

Svarið er einfalt: Tæknin.

Undirliggjandi breytingar sem fjármálakreppan hefur leitt til þess að nú er miklu ódýrara að búa til verðmæti en áður.

Þetta leiðir til þess að eftirspurn dregst saman.

Tæknin er orðin hugsanleg ástæða þessa að endurskoða þarf hagspár helstu landa til lækkunar. Ef þetta gengur eftir mun vöxturinn haldast áfram lágur – nema forsendur hagvaxtar verði endurskoðaður.

Gartner spáir í framtíðina 

Sérfræðingar greiningarfyrirtækisins Gartner telja einmitt að á næstu þremur árum, þ.e. árið 2018, muni snjalltæki og tæknivæðing skila því að rekstrarkostnaður fyrirtækja dregst saman um 30%. Að sama skapi breytast áherslur.

Gartner segir semsagt framtíðina fjalla meira um að fá greitt fyrir hugtak en handtak.

Þessu spáir Gartner:

  • Meiri áhersla en áður á hreyfanlega tölvunotkun og klæðanlega tækni (e. wearable devices) á borð við snjallúr og aðra stafrænar græjur.
  • Nettenging nytjahluta ( e. Internet of things). Þetta er helsta byltingin í fjarskiptum og gagnaflutningum. Þarna er búnaður tengdur við annan búnað, safnar gögnum og upplýsingum sem hann miðlar áfram. Þetta mun auka tæknivæðingu fyrirtækja.
  • Nettenging nytjahluta mun skila sér í gagnaflóði. Það verður til óheyrilegt magn upplýsinga um hitt og þetta. Finna verður leiðir til að vinna úr gögnunum og nýta þau.
  • Þrívíddar-prentun. Kostnaður við þrívíddarprentun mun lækka verulega á næstu þremur árum og þeir lækka verulega í verði. Þetta mun leiða til þess að framleiðsluverð lækkar frekar.
  • Snjallar vélar munu þróast. Hugbúnaður í snjallvélum mun verða þannig úr garði gerður að hann getur lært og vélar aðstoðað eiganda sinn á einn eða annan hátt. Í greiningu Gartners er því spáð að snjallvélarnar munu valda byltingu í upplýsingatækni.
  • Tölvuský og vistun gagna í þeim mun leiða til þess að hægt verður að nálgast upplýsingar úr mörgum tækjum. Klæðanleg tæki og annar nettengdur búnaður mun nýta sér tölvuský í meiri mæli en áður.

Það getur verið dýrkeypt af missa af tæknibyltingunni. Sérfræðingar Cohn & Wolfe fylgjast vel með nýjustu tækni. Cohn & Wolfe er í eigu WPP, einnar stærstu boðmiðlunarsamsteypu í heimi. Þar er líka horft til framtíðar en á dögunum stofnaði WPP nýtt fyrirtæki með breska dagblaðinu Daily Mail og fyrirtækinu sem rekur samfélagsmiðilinn Snapchat, sem margir þekkja og spáð er miklum vexti.

Ekki dragast aftur úr. Farðu inn í framtíðina með Cohn & Wolfe.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »