Þorir þú að bjóða mér í heimsókn?
útgefið

Það er hollt að velta fyrir sér orðinu kurteisi. Boðskiptalega séð er kurteisi grunnhugtak, skilgreint sem forsenda í stefnulegri áætlun sem „háttur“. Hátturinn er fyrir siðasakir, þ.e. hann ákvarðast af gildum og siðum sem ráðandi eru.

Átakafælin kurteisi byggist á ótta. Hér er kurteisin sprottin af annað hvort undirliggjandi siðferðisgildum eða átakafælni. 

Sumir vilja ekki hefja samtöl vegna ótta og átakafælni. Sumt fólk vill frekar bregðast við sé á það ráðist. Það er oftast tilbúið í vörn. Í stað þess að hefja samtalið bíður viðkomandi með svörin á reiðum höndum.

Ágætt er að nota hóptilfinningu sem lýsingu á takmörkum mannasiða í stað t.d. landsvæða. Þar er hver og einn maður minnsta tillits-einingin. 

Þegar tveir einstaklingar frá sínu menningarsvæðinu hvor hittast þá skarast tveir heimar. Þar skarast heimur A við B og B við A. Það má alveg setja trúarhópa inn fyrir gildin. Kristinn fyrir A og múslimi fyrir B eða öfugt. 

Hugtakið kurteisi getur tekið breytingum við þetta. Hér er ekki hægt að forðast átök. Þú getur alltaf sleppt því að bjóða í heimsókn.

Við hjá Cohn & Wolfe skoðum alltaf málið og bjóðum öllum í heimsókn.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband