Neytendamarkaður
útgefið

Boðmiðlun og markaðsfærsla

Þarf fyrirtæki þitt að fara nýjar leiðir til að vekja eftirtekt og áhuga. Vill fyrirtækið stuðla að hugarfarsbreytingu og jákvæðara viðhorfi meðal almennings. Auðvitað. Allir vilja aukna hlutdeild á markaði og keppinauta græna af öfund sem æpa sig hása. Þú vilt að viðskiptavinir þínir viti að vörur fyrirtækis þíns skari fram úr vörum keppinautanna. En samfara aukinni hlutdeild á markaði þarf jákvætt umtal viðskiptavina og ánægjulega upplifun af reynslu þeirra af vörum og þjónustu fyrirtækisins, það sem við hjá Cohn & Wolfe köllum stundum hjartahlutdeild. Þannig tryggir þú best velvild viðskiptavina í garð fyrirtækis þíns.

Með aðferðafræðina, rannsóknir og þekkingu okkar að vopni hjálpum við fyrirtækjum að ná markmiðum sínum. Við hjá Cohn & Wolfe erum venjulegt fólk sem gerir óvenjulega hluti. Af hverju? Því þannig náum við árangri.

Við fáumst við verkefni. Við lítum á vandamál sem verkefni. Við leysum verkefni. Við nálgumst verkefnin með frjóum huga, við finnum lausnir með skapandi hugsun sem stendur styrkum stoðum á grunni aðferðafræðilegrar nálgunar, óþrjótandi þekkingarleitar. Þannig skiptir það máli sem við gerum, fyrir okkur og fyrir viðskiptavini okkar.

Við erum óhrædd að fara nýjar leiðir, við erum djörf, hugrökk og áræðin. Við segjum hug okkar, skorum þekkingu okkar sjálfra og viðskiptavinanna á hólm. Slík nálgun á viðskiptasambandi getur haft í för með sér ákveðinn fælingarmátt, en hún getur líka verið undirstaða ævintýralegra landvinninga, boðberi nýrra tækifæra.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband