Ekki ljúga að viðskiptavinum þínum
útgefið

Neytendur meta mest fyrirtæki sem eru með sterkar rætur, gagnsæ, sannverðug, hafa góða sögu að segja og fela ekkert fyrir viðskiptavinum sínum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umfangsmikilli og alþjóðlegri könnun BPG Cohn & Wolfe  í Dubaí.

Þátttakendur í könnuninni voru 12.000 á tólf mörkuðum, þar á meðal í Bretlandi og Bandaríkjunum, Þýskalandi, á Indlandi, í Indónesíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að trúverðugleiki fyrirtækja og vara fyrirtækisins hefur mikið að segja um árangur þeirra á markaði. Mikill meirihluti neytenda (65% þátttakenda) í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sögðust frekar kaupa vörur frá fyrirtæki sem þau treysta en öðrum. Þá sögðust margir þátttakendur (68%) halda tryggð við sömu vörumerki.

Á hinn bóginn getur það komið fyrirtækjum afar illa ef þau upplýsa ekki viðskiptavini sína um framleiðslu á vörum sínum og viðskiptahætti. Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í þessari stóru könnun BPG Cohn & Wolfe (75%) verður fokillur gagnvart framleiðanda matvöru komist þeir að því að hún er framleidd við óviðunandi aðstæður eða ef hreinlætis er ekki gætt.

Geoff Beattie, yfirmaður fyrirtækjasamskipta Cohn & Wolfe, segir að á tímum nútímasamskipta verði fyrirtæki að vera opinská og gagnsæ gagnvart viðskiptavinum sínum. Þau sem ekki geri það og reyni að leyna viðskiptaháttum sínum fyrir neytendum lendi í vandræðum. Hann bendir á að vegna fjármálakreppunnar hafi neytendur frekar varann á gagnvart fyrirtækjum. Neytendur séu orðnir kröfuharðari og farnir að spyrja gagnrýnni spurninga en áður – og krefjist svara.

Af þessum sökum þurfi forsvarsmenn fyrirtækja að vinna að því af meiri krafti en áður að byggja upp trúverðugleika svo neytendur treysti fyrirtækjum þeirra.

Við hjá Cohn & Wolfe stundum nútíma almannatengsl. Þessi þróun á afstöðu almennings kemur okkur ekkert á óvart. Við höfum nefnilega lengi vitað að forvarnir skipta fyrirtækin gríðarlegu máli þegar kemur að almannatengslum. Vertu í sambandi og kynntu þér málin.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband