Hvað er kurteisi? Boðskiptalega séð er kurteisi grunnhugtak, skilgreint sem forsenda í stefnulegri áætlun sem „háttur“. Hátturinn er fyrir siðasakir, þ.e. hann ákvarðast af gildum og siðum sem ráðandi eru.
Átakafælin kurteisi byggist á ótta. Hér er kurteisin sprottin af annað hvort undirliggjandi siðferðisgildum eða átakafælni.
Dæmigerð rök hins átakafælna kurteisa manns geta verið eitthvað á þessa leið: Guð minn góður, maður verður að bera traust til fólks, einhverja góðvild?
Já er það?
Að gera til hæfis
Átakafælin kurteisi einkennist á því að gera andstæðingnum til hæfis og telja sér trú um að manngæska og almennilegheit séu allt sem þarf til að allt batni.
Átakafælin kurteisi brýst ekki aðeins út þegar viðkomandi mætir ógn, heldur daglega eins og að prútta um verð í verslun en líka á hverjum degi í vinnunni og við fjölmargar aðstæður þar sem ótti ríkir gagnvart starfsfélögum, hugmyndum, lausnum, breytingum, óttinn birtist gagnvart yfirmanninum og fleira í þeim dúr.
Sumir vilja ekki hefja samtöl vegna ótta og átakafælni. Sumt fólk vill frekar bregðast við sé á það ráðist. Það er oftast tilbúið í vörn. Í stað átaka bíður viðkomandi með svörin á reiðum höndum.